Fjölnir - 01.01.1845, Qupperneq 42
42
stólum hollan og ásjálegan flsk, sem er í mestu metura
í öllum katólskum löndum.
3>að er nú auövitað, aö fyrst og fremst er heimt-
andi, að íiskiirinn sje góð fæða, því annars kostar er
liann óhæfur til sö!u; en eigi hann jafnframt að vera
álitlegur kaupeyrir og fullkominn í sinni tegund , þarf
nokkuð meira fyrir honum að hafa, enn raunar er nauð-
synlegt einungis til þess, hann geti oröið hollur og
smekkgóður, jm' þá þarf einnig ab kosta kapps um, hann
geti orðið sem fallegastur útlits og hentugastur í öllum
vöfum til flutnings og hleðslu í skipunum, og jafnfraint
hæfir þá að hafa hliðsjón af því, sem inönnum er geð-
felldast á þeim stöðum , þar sem búast má við hann
gangi bezt út, eða ætlað er að hafa hann á boöstólum.
Nú til þess fiskurinn geti fengið þessa almennu kosti,
er það aðal-reglan, sem mest ríður á, og mjer er óhætt
að segja, sem aldrei skeikar, aö salta fiskinn eða
verka hann með hverju móti sem er, meðan
hann er nýr, og því fyr sem þessu verður við komið,
þess hægra fellur síðan á allan liátt að gjöra úr Iionuin
fullkomna vöru. En j)að lítur svo út, sem Islendingar
sjeu ófúsir á að kannast við, hversu mikið undir þessari
reglu er komið, þótt jafnan beri að hafa hana fyrir
auguin. Aðferð þeirra er röng einkum í þessum greinum :
1. X>eir hirða ekki um það, sem vera ber, að ná
úr fiskinum blóði og slori , undir eins og hann kemur
upp úr sjónum, jafnvel þ ítt þetta tvennt sje allra hluta
meinlegast fyrir verkun Iians eptir á; það fer þó að
likindum , að eins og þessa er nákvæmlega gæít, þegar
slátrað er ferfættum dýrnm, muni það einuig vera nokk-
urs áríðandi við fisk, sem gjöra á að góðri og útgengi-
Jegri vöru. Sje höfuðið skorið af fiskinum lifandi,
rennur vel úr honum blóðið; en sje hann ekki afhöfð-
aður fyr, enn hanu er búinn að liggja dauður nokkra
sluud, kemur lítið sem ekkert blóð úr honum. Sje