Ný félagsrit - 01.01.1862, Blaðsíða 29
UM FJARHAGSMALID.
29
landi (stiptamtmanns og amtmanna) meí) gjöldum jarfcar-
bókarsjóílsins, eba tillagi því, sem honum væri árlega
reiknaíi úr ríkissjóbnum. f>etta hlýtur nú aö hafa átt sér
staö áöur, því ekki er á því efi, aö laun þessara embættis-
manna hafi veriÖ goldin aö miklu og stundum öllu leyti
á Islandi; en þaÖ er merkilegt aö því leyti, afe þaö fer
einu feti nær, til aö ákveöa nákvæmar útgjöld Islands sér
í lagi, og þaö ekki sem fullkominnar nýlendu, heldur sem
ríkishluta aö nokkru leyti.
Hvaö hefir nú konúngur og stjórn hans gjört, þegar
svo er skipab fyrir sem hér? Hefir ekki konúngur meb
berum oröum skipaö aö sjá um, aö Island beri sig sjálft?
eöa meÖ öÖrum oröum: heiir hann ekki skipaö svo fyrir,
aö halda skuli reiknínga íslands sér í lagi, aöskilja Is-
lands tekjur og Islands útgjöld frá tekjum og útgjöldum
hinna landshlutanna og sjálfsagt leggja á Islendínga aÖ
bera þaö sem til vantaöi, ef nokkuö væri, því annars
væri þessi reikníngur til einkis? — Vér ætlum óefaö aö
svo sé, og þegar þessi aöferö leiÖir beint til þess, aö reikn-
ast á viö Island, og viö gjaldþegnana þar, og aö leggja á
þá byröar eöa skatta til aö jafna tekjumuninn, þá liggur
þaö og eins beint viö á hina hliöina, ab ísland og íslenzkir
gjaldþegnar hafa þarmeö fengiÖ rétt til aö rannsaka reikn-
ínga stjórnarinnar, þann grundvöll sem þeir byggjast á, og
|)ær ástæöur, sem fyrir þeim eru færöar; þeir hljóta og
aö eiga rétt á aÖ koma fram meÖ reiknínga á móti, og
færa fram ástæöur fyrir þeim, þó þær ástæöur væri
bygöar á annari skoÖun en stjórnarinnar. í stuttu máli
aö segja: þegar konúngur og stjórn hans hafa sett fram
fjárhagskröfur til Islands, sem sérstaks ríkishluta, og til
íslenzkra gjaldþegna sér í lagi, þá er þarmeö Island orö-
inn fullgildur málspartur í þessu efni á móts viö Dan-