Ný félagsrit - 01.01.1870, Blaðsíða 42
42
Um stjórnarmálið.
um, ab ef aliir alþíngismenn hefibi lagzt á eitt meb meira
hlutanum, og heldi því fram, þá gæti þab varla brugbizt,
ab konúngsfulltrúinn sem nú er, sem hefir svo opt sagt
oss á alþíngi, ab hann væri bæbi frjálslyndur mabur sjálfur
og þarabauki ættjörbu sinni Islandi svo velviljabur, sem
mest mætti verba, hlyti ab styrkjast sjálfur t sannfæríngu
sinni, og þarmeb ab fá miklu meira afl til ab sannfæra
stjúrnina í Danraörku um, ab ekki megi vib svo búib
standa, heldur þurfi hér brábra búta vib, ef hún eigi ekki
ab brjúta af sér alla þjúbhylli mebal Íslendínga, og standa
eins T>g mosavaxinn þröskuldur fyrir allri framför í landinu.
II. Umræbur á landsþíngi Dana.
Eptir ab dúmsmálastjúrnin hafbi fengib afskript af þíng-
búk alþíngis, og mestan hluta af hinum dönsku útleggíngum,
lét hún prenta í búk sér danskar útleggíngar af öllu
því, sem snerti mebferb þessa máls á alþíngi 1869, bæbi
frumvörp stjúrnarinnar, umræburnar, álitsskjöl alþíngis og
varafrumvarp o. fl., og var þessari búk útdeilt mebal
ríkisþíngsmanna í Danmörku. Búk þessi var og einnig
til sölu hjá búksölumönnura, og komst því í ymsra hendur
bæbi í Danmörk og annarstabar, og hefir gjört mál þetta
kunnugra en ábur í mörgum greinum. Skömmu eptir ab
búk þessi var komin út, mibvikudaginn 26. Januar 1870,
bar Orla Lehmann upp á landsþínginu svo látandi fyr-
irspurn til dúmsmálarábgjafans (Nutzhorn):
„Ætlar stjúrnin á þessu þíngi ab koma fram
meb frumvarp þab til laga um stjúrnlega stöbu ís-
lands í ríkinu, sem hún hefir fengib álit um frá
hinu síbasta alþíngi?*
Lehmann mælti fyrir fyrirspurn þessari meb svofelld-
um orbum: Hefbi stjúrnin sjálf ekki borib upp stjúrnar-