Ný félagsrit - 01.01.1870, Blaðsíða 141
Um stjórnarmálið.
141
kappmikla og haríisdtta þrætumál noríiur í heimi, — og eg
vona þess því heldur, sem hin dönsku blöfc kosta kapps um,
sumpartab rángfæra Islands skýlausu og á rökum
bygghu réttindi meíi einstrengíngslegri me&ferí) máis-
atrifeanna, sumpart reyna a& þegja sannleikann og réttimi
til dau&s, ef ekki vill betur til takast. En tvö eru þau
mál, sem enn eru dútkljáí) milli Danmerkur og Islands,
annaí) stjórnlegt en hitt fjárhagslegt; skal eg nú skýra
frá þeim hvoru í sínu lagi eptir sögulegri röí), en sí&an ab
lyktum leggja á þau álit mitt, eptir horfi þeirra nú sem stendur.
I. Eptir a& Danmörk haf&i verií) undir konúnglegri
alveldisstjórn um tvær aldir, fékk hún loksins rá&gefandi
fulltrúaþíng ári& 1834. Var fyrst reynt a& hylla Íslendínga
til þess, a& gánga á þíng meí) Eydönum, en hætt vi& aptur,
og árií) 1843 var íslandi veitt alþíng. En 1848 kom,
eins og kunnugt er, mikil hreyfíng á þjó&leg málefni, og
var þá stefndur saman ríkisfundur, er semja skyldi sam-
eiginlegt stjórnlagafrumvarp handa Danmörku ásamt Slesvík,
íslandi og Færeyjum; eptir a& samkomulag haf&i ná&zt
um frumvarp þetta milli ríkisfundarins og stjórnarinnar,
þá var þa& a& lögum gjört og auglýst sem „grundvallar-
lög Danmerkurríkis“. I þessuin vi&bur&um, sem hér eru
nefndir, er fólgin undirrót þeirrar stjórnardeilu, sem Island
hefir þreytt vi& Danmörku og þreytir enn í dag.
Fyrst og fremst í formlegu tilliti. Eptir frumvarpi
stjórnarinnar skyldu á ríkisfundinum vera 145 þjó&kjörnir
og 42 konúngkjörnir þíngmenn fyrir Danmörk og Slesvík,
enn fremur 5 konúngkjörnir fyrir Island og einn konúng-
kjörinn fyrir Færeyjar. En þetta frumvarp var ekki lagt
til álita nema fyrir rá&gjafarþíng Eydana, þar sem Fær-
eyíngar einnig áttu fulltrúa, og fyrir rá&gjafarþíng Jóta,