Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1850, Qupperneq 1
I.
FRÉTTABÁL.KUB.
1. Á R F E lt Ð.
Þegar eg á af) bera öldum mönnum og óbornum
söguna frá árferö ársins 1849, eins og þaö hefir
reynztVestfirðíngum, ætla eg, að árið megi með sanni
telja eitt meðal binna bagstæðustu árgæzku-ára. Að
sönnu byrjaði það með umhleypíngum og fannalögum,
svo töluverð vetrarharka oghagbann helzt fram undir
Góulok, en bæði var veturinn snjólaus ogmildurtil
nýárs, og líka gjörleysti fannir aptur á eininánuði,
þegar sunnanáttir, regn og leysíngar héldust við sam-
fleytta 10 daga. Vorið var optar blítt og hægviðra-
saint, en jafnan nokkuð kalt á næturnar, þó var
jörð víða vel gróin í fardögum, svo sóley og fifill
skreytti þegar tún og eingi; en þaðan í frá og fram
yfir miðsumar voru sífeld bjartviðri, sólarhiti á dag-
inn, en stundum frost á nóttunni; gras spratt því
mjög seint, einkum á túnum og harðvelli, og náði sum-
staðar naumast meðalvexti. En mæta vel vannst að
grasinu sökum hinnar hagstæðu veðuráttu um hey-
anna tímann; nýting varð hin bezta, og úthagar spruttu
allvel, svo heyaflinn varð í góðu meðallagi, og það-
an aí betri; svo var og haustveðráttan lika góð, að
1