Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1850, Blaðsíða 9
9
betur stunil á þenna auðvelda og hæga bjargræftis-
veg, [)ví fremur sem atvinnuvegir manna eru ekki
fjölbreyttir. Heya og sjáfaraflinn eru enir helztu,
og er þeirra áður getið. Dúnár varð gott eins og í
fyrra, og gjörði nýtíngin nokkuð að [>ví. Fugla-
tekja varð aibragðsgóð vegna fmrviðranna, einkum
bjargfugla-veiði, með því j)á er svo miklu ótorvehl-
ara að stunda hana. Utsela-kópa afli, sem er ei
nema á einstöku stöðum í Barðastr., Dala og
Mýrasýslum, varð afbragðsgóður í 2. þessara, en í
einni, nefnil. Dalasýslu, ekkert betri en í meðallagi.
Hafselaveiðin fer enn nú mínkandi vestur um Qörðu,
kenna menn þaö bæði skotum að undan förnu, sem
styggja farselinn, svo og líka hundtiskum þeim, er
menn kalla „háhyrnínga“, sem elta liafselinn inn á
firðina og sundra honum, svo hann neniur ekki stað-
ar, en hleypur upp að þurrum landsteinum, til að
forða lífi sínu, ber þá opt viö, að hann veiðist í nót-
um þeim, er margir hafa nú tekið upp að búa til úr
sextugum færum, og leggja þeim frá landi fram i
sjóinn í veg fyrir hinn feita og arðsama farsel; er
veiði-aðferð þessi á framfaravegi hjá Vestfirðíng-
um, og mætti ske, að svo færi víðar vestra, þó til-
raunir þær hafi fyrrum óheppnazt.
Búsmali gaf í betra lagi arð af sér í sumar;
sauðskurður varð í bezta lagi um alla Vestfirði. Er
það þó án efa eitt af því, sem Vestfirðíngar hafa
ei lagt næga alúð á, að bæta sauðbragð sitt. jþað eru
ekki neina einstöku menn enn þá, sem blandað hafa
sauðfé sitt með hinu ullargóða útlenda fé (Merinos),
er það þó reynt, að kynblöndun sú gefur mönnum
íjórðúngi meiri, og að því skapi líka betri ull, féð
verður fullkomlega eins vænt og hið innlenda, bæði
til niðurlags og útigaungu, einkum þegar komið er í
2., 3. eður 4. lið. Svo er og ullarbragðið sumstaðar