Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1850, Síða 6
6
tleyfti séra Sigurður, og annar prestur fékk brauðið;
var séra Tómas síðan brauðlaus í 8 ár. Að sönnu
voru honum á tímabili þessu veitt 3 lítilfjörleg brauð
á austurlandi, Dvergasteinn og Mjóifjörður, Kol-
freyustaður í Múlasýslu og Kálfafell á Síðu, en ekk-
ert þessara gat hann þegiö vegna harðæris og fá-
tæktar, sem hindraðri hann frá að komast svo lánga
leið með konu og 5 börnum. Loksins varð hann
aðstoðarprestur séra $orkels í Flatey á Breiðafiröi í
hálft annað ár, og fékk siöan hið sama brauð 1809;
þá var honum veittur Garpsdalur, og flutti hann
þángað 1823. Áriö 1836 var honum veitt Holt í Ön-
undarfirði, og leið þá eigi á laungu, þángað til lionum
förlaði mál og sálarafl alt, að hann gat ekki gegnt
embættisverkum, og þegar aðstoðarprestur séra Sig-
uröur, sonur hans, gat ekki heldur aðstaðið prests-
verkin, var Holtsbrauð veitt stúdent Lárusi M. S.
Johnsen, sem nú er þar prestur1.
4. BÚNAÐARHÆTTIR og BJARGRÆÐIS-
VEGIR.
3>ví fremur sem eg í fyrra var nokkuð lángorð-
ur um þetta mikilsvarðandi atriði, ætla eg nú að
vera fáorðari, einkum þegar á það er að líta, að
búnaðarhættir Vestfirðínga munu líkir því, sem þeir
Iiafa verið að undan förnu, þó má þess ekki dylj-
ast, að svo lítur út, sem áhugi margra vaxi á því
að koma þeim á fastari fót, tel eg til þess, heya-
*) Gleymtj frá fyrra ári:
Valgerðor Bjarnardóttir, kona Bjarnar prests B jálmarssonar,
hún dó 3. dag febrúarm. 1848, 81 árs gömul: liafði hún þá
verið í hjónahandi i 56 ár, og átt 15 hörn, af hverjuin 12 lifðu
til fullorðsins ára, þá hún dó, átti hún 27 harnabörn á lííi.
Hún var sögð merkiskona og valmenni af öllutu kunnugum.