Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1850, Side 19

Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1850, Side 19
19 fm þeir eru farnir að kinoka sér við, að gjöra skip þessi út, og gjalcla skipverjum jafnmikil mánaðar- laun, hvort sem aílinn verður mikill eða lítill, ætla þeir það sanngjarnara, að bæði eigendur og afla- menn taki jþátt í aflanum, verður það skipverjum hagur, þegar vel lætur, en eigendum bærilegra, þeg- ar afli bregðst. 6. KATJP VERZLUN. Lesendur Gests í Vestfirðíngafjórðúngi munu fæstir jiurfa að fræðast um hana, j)ví j)eim mun reyn ast svo, sem „raunin sé ólýgnust“ og verzlunin sé þannig, að öll þörf sé á að veita benni athygli sitt, en Gesti er ei einúngis ætlað að segja fréttir sam- aldarmönnum sinum, heldur bæði öldum og óborn- um, og þar að auki landsmönnum sinum í hinum fjórðúngum landsins, svoþeirgeti borið saman verzl- unarkjör sín og annara landa sinna. Aðflutníngar á kornvöru til vesturlandsins þetta ár ætla eg víðast bvar væru nokkurn veginn til blit- ar fyrir landsmenn, bæði af því þeir eru teknir að draga nokkuö við sig kornvöru-kaupin, og enn held- ur binu, að kaupeyrir þeirra hrökkur lítið til, þegar hann er borgaður jafnlágu verði og í sumar. $að tek eg ei svo mikið til greina, þó matvöru og íleira vantaði leingi fram eptir á Reykjarfirði í Stranda- sýslu, því skip, sem þángað var sent frá Kaup- mannahöfn á ofanverðum vetri, týndist á siglingunni út híngað. Hitt þókti óviðfeldnara, að víða vestan- lands fékkst ekki tjara til muna í verzlun, sem er þó einliver hin mesta nauðsynjavara; ekkert vissu menn, af hverju þetta kom, nema að kaupmenn sjálfir sögðu, að hún væri venju framar dýr i Kaup- mannahöfn. Frá Reykjavík komu 2 lausakaupmenn til Breiðafjarðar með talsvert af vörum, seldi ann- 2*

x

Ársritið Gestur Vestfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársritið Gestur Vestfirðingur
https://timarit.is/publication/70

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.