Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1850, Síða 21
21
ey 16 sk., Vetlingarð og6sk., lambskinn eins. Ref-
skinn mórauö 2 og 2^ rbtl. til 3 rbd., en hvít 24 sk.
til 5 marka. Fiður vel vandaó 24 til 32 sk. Dún
15 mörk og 16, en á Reykjarfirði 3 rbd., og eptir
[>að lausakaupmaðurinn fór úr Flatey, sem borgaöi
að eins dúnnieö 15 mörkum, tjáist, að kaupmenn þar
hafi gefið 3 rbd. fyrir pundið, og 18 sk. fyrir livíta
ull. Harður fiskur, það sem ekki var rekiö af hon-
um fyrir megurðar sakir og vanþrifa, 12, 13 og 14
rbd., saltfiskur 12 —15 rbd.
Nokkrir, enda utanfjórðúngsmenn, hafa borið á
brýn við Gest, að til lítils væri honum að hvetja
fjórðúngsmenn sína til verzlunarfelaga, því eun þá
væru þeir ei vaknaðir til þess, ellegar ef þeir vektu,
livort það væri þá einræði verzlunarmanna, sem héldi
þeim svo hræddum, Vestfirðíngum, að þeir þyrðu ei
að breyta aldarvananum. Eg vil nú alls ekki mæla
með Vestfirðíngum í því, að setja verzlunarfélögin
á stofn, því ltvergi ætla eg meiri þörf á verzlunar
og vörubótar félögum, bæði af því sem verzlun
kaupmanna vestanlands hefir nú feingið verra orð
á sér, en annarstaðar á landinu, og líka af hinu,
að vörur Vestfirðínga, einkuin ull og ullarvara, er
ei álitin jafngóð þeirri, er flytzt af norður og aust-
urlandi. En þess ber að gæta, að Vestfirðíngar á-
ræða ekki að stofna félög þessi í einstöku sveitum,
nema þau jafnharðan kæmust á allstaðar í fjórðúng-
num, því ella eru þeir bræddir um, að þau verði til
baga fyrst í stað, og að þeir, sem í félagið gángi,
fái ei vörur sinar seldar, af því alt af kemur svo
lítið á hvern verzlunarstað, að eins er og niður sé
matið af verzlunarmönnum, hvað mikið þurfi til hvers
héraðs af útlendum vörum, til að ná fyrir þær öllu
því, sem héraðsmenn hafa til verzlunar, með því verði
sem kaupmenn sjálfir vilja ákveða. jþegar útlenda