Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1850, Side 22
22
varan er komin á vorin, verða þeir, sem þurfa nokk-
uð til muna af henni að kaupa, strax að flýta sér til
seijendanna, og auðmjúkir biðja þá að lána sér nauð-
synjar sínar, þángað til að þeir að sumrinu komi með
andvirðið, j)ví annars er alt um seinan að leita kaup-
manna, því opt er um lestatima að sumrinu margt hvað
orðið ófáanlegt í verzlun kaupmanna, afþví erbændur
hvað mest þarfnast fyrir. 3><*ð er því við því að búast,
að félagsmenn yrðu að sitja á hakanum, ef þeir biðu
við að taka út fyrir fram hjá kaupmönnunum, og
einkum ef þeir færu fram á að fá dálítið betra verð,
sökum fyrirhafnar á því að vanda vörur sínar, því
injög lítinn niun gjöra verzlunarmenn vorir á því, þó
þeir fái betri vöru hjá einum en öðrum, og er það nú
í eðli sinu, ef það er satt, aö flestir kaupmenn
sleingi saman allri ull sinni og öðrum vörum, hversu
sem þær eru ójafnar að gæðum. Ekki heldurætla
menn, að félagaverzlunin verði hægri við lausakaup-
mennina, því ef þeir yrðu varir við samtökin, þá þeir
kæmu á höfn einhverja og menn flyktust ekki strax
að þeim, eins og vani er, til að taka báðum hönd-
um móti öllu því, er þeir vildu í té láta, er hætt
við, að þeir yfirgæfi þegar þá höfn, og snéru sér til
hinna hafnanna, þar sem félögin væru ekki á stofn
komin, því alla vega er þeim hægt aö vera, koma
út vörum þeim, sem þeir flytja með til Vesturlands-
ins, meðan þeir eru ei íleiri, en þeir nú eru. Verzl-
unarfélögin yrðu því að vera almenn, ef einginn
geigur ætti að geta hindrað framkvæmd þeirra; þá
er líka fyrst von, að vörubótin kæmi bæði lands-
mönnum og kaupmönnum að notum, þegar félags-
skapurinn væri búinn að koma almenníngi til að
vanda sem bezt vörur sínar. Og þar eð Vestfirð-
íngar nú þegar hafa sett á stofn frjálsa héraðafundi,
væri vel að ræða mál þetta á fundum þessum, og