Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1850, Page 56
56
þreyttur af vinum sínum, og vel sáttur við sjálfan
sig.
5. VÖR UFL UTNÍNGAR TIL OG FRÁ ÍSLANDl.
í bók einni, sem heitir „Dansk Hof-og Stats-
Calender“, og sem gefin er útá ári hverju, stendur
í þeirri, sem prentuð er árið sem leið, í greinarkorni,
hvar íslands er getið, að árið 1842 hafi flutzt frá
íslandi af fiski 15000 skippund, af lýsi 5800 tunnur,
af fiskihrognum (gotu) 500 tunnur, ull 3400 skpd.,
sokkum 105000 pör, vetlíngum 65000 pör, söltuðu
kjöti 22000 lýsipd., tólg 2150 skpd., ogþar að auki
gærur, æðardún og álptafjaðrir. Til Islands var
flutt árið 1843: af rúgi 20,000 tunnur, rúgmjöli
4200 tunnar, grjónum 7000 tunnur, baunum 4400
tunnur, brauði 160,000 pund, brennivíni 330,000
pottar, rommi 10,000 pottar, víni 110 uxahöfuð, kaffi-
baunum 116000 pund, sykri 142000 pund, sírópi 25000
pund, tóbaki 94000 pund, salti 12000 tunnur, járni
500 skippund, steinkolum 2500 tunnur. Arið 1845
geingu til Islands frá Kaupmannahöfn 69 kaupskip
með 2371 lestarúmi fullfermdu; frá öðrum borgum í
Danmörkul3 kaupskip með 133fullfermduin lestarúm-
um; frá hertogadæmunuin, einkum Flensborg, 12 skip
með 361 fullfermdu lestarúmi. J>egar tekið er
meðaltal um 10 ár, eða frá 1832 til 1841, bafa ár hvert
geingið til íslands 66 skip frá Danmörku, 15 frá
hertogadæmunum, einkum Slésvik, og 3 eða 4 frá
Noregi, og hefir hver flotinn fyrir sig verið talinn
til 2739, 457 og 120 lesta, en auk fiessa flytja ein-
stöku skip farma beinlínis frá öðrum löndum til ís-
lands, eins og líka aptur á hinn bóginn sum skip
fara ekki beina leið heim aptur til jtess staðar, er
þau komu frá, heldur sigla frá Islandi til Miðjarð-
arhafs, eða þá annað. Á skipum þessum og nokkr-