Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1850, Page 59
59
eru næg rök leidtl að þessu af merkismönnum jþeim,
er um það efni hafa ritað. "það hefir fyrir SOárum,
eða jafnvel laungu fyrri, verið álitið fært aðafstýra,
eða að minsta kosti minka enar skelfilegu afleið-
ingar lieyaskortsins, með því sumsé að finna ráð
við heyaskortinum sjálfum, og fylgja þeim; og ætl-
uðu menn, að það inætti takast, með þvi að hverri
sveit væri gjört, með lagaboði að skyldu, að lialda
við einu heyforðabúri, eða þá með því að setja á
stofn heyforðabúr á hverjum bæ. En reynslan hefir
þegar sýnt, að stjórnin hefir leidt þetta hjá sér ann-
aðhvort fyrir þá skuld, að henni hafa sýnzt á frum-
vorpum þessum talsverðir annmarkar, sá t. a. m.,
að frjálsræði og eignarréttur manna yrði við það tak-
markaður fremur en skyldi, eða þá af hinu, að hún
heíir ætlað, að neyðin og timaleingdin mundi þrýsta
oss til sjálfum að fara að hugsa um hagi vora, og
ætla eg jafnvei henni þakkir kunnandi, hefði sá ver-
ið tilgángurinn, að fá vakið oss af doðadúr aðgjörða-
leysisins. Ætli þá sé ekki kominn tími til fyrir oss,
að fara á ný að veita þessu athygli? Eg veit að
sönnu, að sumir menn eru þeir, er ætla það á litlu
standa, og bera það helzt fyrir, að nú séu þegar
liðin meira en 60 ár, síðan almenn mannfækkun hafi
orðið á Islandi, er sprottið hafi af heyaskorti; en
bæði er það, að á næstu 60 eða 70 árum munu þess
dæmi, að töluverð mannfækkun hafi orðið af fiallær-
um, sein hafi átt undirrót sína í heyaskortinum,
jafnvel þó mannfækkun þessi liafi ekki orðið eins
almenn yfir alt land, og hún varð áður, og þess ut-
an á einginn víst, að aldrei verði harðara í ári héðan
af, bæði grasbrestur meiri, heyanýtíng lakari, og
vetrarfar harðara, en verið hefir, það sem af þessari
öld er. Auk þess er mér nær skapi að ætla, að
mikill þorri manna setji nú pcníng svo óvarlega á