Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1850, Page 61
61
liefir verið stúngið upp á, einkum ef þau gætu ekki
komizt á nema með lagaboði, og ekki lialdizt við
án lagaþvingunar og efnaskoðunar hjá bændum, og
er |>að eðlilegt. mjög, því eingan veginn má slikt
sam{)ýðast frjálsræði það, sem vér vitum og finnum
til, að vér eiguin, og oss ber yfir efnurn vorum. Eg
ætla því félagskap og samtök einkaráðið, til að fá
spornað við almenrium heyskorti og tjóni því, er af
honum leiðir, og gjöri eg hér þjóðkunnugt, hversu
mér hefir hugkvæmzt, að þessu megi hæglegast við
koma.
I sveit hverri stofni sveitarbændur það félag
með sér, er búendur einir, svo margir senr vilja, ná
aðgángi til, og eru þessi félagslögin:
1. Tilgángur félagsins er að sporna við hey-
skorti í hreppnunij að svo miklu leyti sein það fær
áorkað.
2. Félagsmenn allir skuldbinda sig til straxliið
fyrsta ár, eptir að þeir gánga í félagið, að setja ekki
meiri pening á hey sín en svo, að i meðalvetri geti
hver meðal-efnabóndi fyrnt ekki minna en liálft kýr-
fóður af töðu, eða 20 þurrabandshesta af fóðurgæfu
lieyi *).
3. Eptir að liðið er fyrsta árið, skal einginn
félagsmanna i 4 ár samfleytt setja meira á en svo,
að svari enum nýu eða sumarfeingnu lieyum, og
haga svo til, að af þeim verði þess utan árlega af-
gángs fjórðúngur kýrfóðurs, og ætti þá meðalbónd-
inn eptir 5 árin fyrstu hálft annað kýrfóður affornu
lieyi, og úr því svo er komið, virðist ekki eins brýna
*) Itinir efnameiri baendur ættu að geta fyrnt meira, en vork-
unarmál þykir það, þó hjá fátæklíngs-einyrkjunum yrði nokk-
uð minni fyrníngin.