Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1850, Side 62

Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1850, Side 62
62 nauðsyn bera til að bæta jafnmiklu viö fyrningar á ári hverju *). 4. 5ó skal aldrei setja á heyfyrníngarnar, eða telja þær meö, þegar á er sett, nema með ráfii fé- lagsmanna og samþykki þeirra á fundi, j>egar ein- hverjar sér stakar kringumstæður gjöra það ráðlegt; því fyrníngarnar eiga að geymast til hörðu vetranna, en gefa skal þær upp á ári hverju, og fyrna jafn- mikið af nýum heyum í þeirra stað. 5. Til þess að ákveða, hve mikinn pening hver félagsmanna má setja á árlega, eptir því semhérer fyrir mælt, skulu félagar með atkvæðafjölda kjósa 3 meðlimi sína, er skoði heyafla bænda ekki seinna en innan loka októbermánaðar, láta skoðunarmenn- irnir bændur greinilega segja sér frá, hve marga heyhesta þeir eiga af hverri heytegund, skoða sjálf- ir heyin, og ákveða síðan, hve mikinn peníng skal á þau setja. 6. Skoðunarmenn þessa skal árlega kjósa með atkvæðafjölda á fundi, sem félagsmenn halda annað- hvort um leið og hreppskilaþíng, eða út af fyrirsig. 7. Verði nú einhver félagsmanna heyþrota, og *) er auðséð, að hðfundurinn hefir hér einúngis tillit til Vestfirðíngafjórðúngs, hvar baendur eiga minni búsmala, en aðr- ir Qórðúngsmenn landsins, og virðiit þó alt hið minsta til tek- ið um fyrnínguna. Árið 1848 voru hygðar jarðir í Vestfirðínga- fjórðúngi 21340 hundruð, og á þeim mun hafa húið rúmlega 1700 búendur, þegar maður nú skiptir jafnt á þá kvikíjártöl- unni eptir búnaðartöflunum þetta sama ár, þá hefði meðalhónd- inn átt fram að færa á heyum sínum i nautpeníngi nær hæfis á móts við 2£ kú, í sauðfé á móts við 3kýr, í hroisum 1£ = 7. Ef menn nú gjöra ráð fyrir, að hann þurfi 7 kýrfóður fyrir pening sinn í meðalári, og hann á 5 ára fresti ætti þess utan fyrníngar, sent svaraði hálfu öðru kýrfóðri, þá eru fyrn- ingarnar ekki næg 6 viknagjöf, og má þó ei ætla fyrir minna fram yfir meðalár, ef harðan vetur með vorharðindum ber að.

x

Ársritið Gestur Vestfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársritið Gestur Vestfirðingur
https://timarit.is/publication/70

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.