Fréttir frá Íslandi - 01.01.1883, Page 42

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1883, Page 42
44 MANNALÁT OG FLEIRA. bæjarklaustur 1862, og KirkjubæjarMaustur 1877, og fór þang- að vorið eftir. Prófastur var hann í Vestur-Skaftafellssýslu frá 1863 til dauðadags. Dauða hans bar svo að, að hann var á heimleið frá að skíra barn, og fór ofan um ís í Skaftá; þó náðist hann upp úr vatninu með lífsmarki, en dó rétt á eftir. Einn skólapiltur, Markús Kristjánsson, lézt 19. dag marzmánaðar, 18 vetra gamall, í fyrsta bekk, mjög efnilegur. Tveir stúdentar létust og á þessu ári. porfinnur Jónatans- son, fyrrum kaupmaður í Flensborg við Hafnarf|örð 14. marz- mánaðar rúmlega sextugur, og Páll Sigfússon, er druknaði af skemtisiglingu á Bíldudal 8. dag júlímánaðar. Jón Steffenssen kaupmaður 1 Reykjavík druknaði í Kaup- mannahöfn 23. dag febrúarmánaðar. Hann var rúmlega fimtugur að aldri. ÍT. P. Weywadt, fyrrum verzlunarstjóri á Djúpavogi og kammerassessor, varð bráðkvaddur á Teigakoti við Djúpavog 13. dag águstmánaðar rúmlega sjötugur. Friðrik Davíðsson verzlunarstjóri á Blönduósi dó 18. nóvember 23 ára. Snorri Pálsson, verzlunarstjóri á Sigluíirði, andaðist 13. dag febrúar- mánaðar. Hann var fæddur 4. febrúar 1840, fór þegar á unga aldri að stunda verzlun, og varð verzlunarstjóri á Siglufirði 1864 og til dauðadags. Hann var einn hinn mesti framkvæmdamaður sem var norðanlands, sannur Islendingur og framfaramaður; 1872 stofnaði hann sparisjóð á Siglufirði, og 1880 sjóð til styrktar ekkjum druknaðra manna, og kom á að mestu niðursuðu á kjöti, sem er þar mikil. Hann var og öflugur hvatamaður og félagsmaður í öllum fyrirtækjum er til framfara horfðu, var fjölhæfur mentamaður, og studdi fræðslu og mentun hvar sem hann gat. Hann var þingmaður Eyfirðinga um 1 kjörtíma löggjafarþinga, enn vildi eigi lengur. Teitur Finnboga- son, dýralæknir og járnsmiður í Reykjavík, dó 24. júlí, nær 80 ára (f. 24. ágúst 1803). Hann var nafnkunnur dugnaðar- og framkvæmdamaður á yngri árum. Af bændum og öðrum, er dáið hafa, viljum vér að eins geta þessara; Vigfús Jónsson bóndi á Hliðsnesi dó 15. janúar 75 ára. Jón Jónsson prests á Mælifelli dó 4. apríl 27 ára, mannvænlegasti maður, úr afleiðingum mislinganna. Jón Loptsson, skipsstjóri

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.