Fréttir frá Íslandi - 01.01.1885, Blaðsíða 1
I. Alþingi.
þingvallafundur og undirbúningsfundir undir alþingi. — þingstörf, ný lög
og þingsályktanir.
Á þessu ári kom almennt fram hjá landsmönnum allmikill
vaksandi áhugi til endurhóta á ýmsum stórmálum, svo sem
fyrst og fremst á stjórnarskipun landsins. Allmargir höfðu frá
upphafi engan veginn verið ánægðir með pá stjórnarskrá, er
Kristján konungur IX. gaf íslandi 5. jan. 1874, og litu svo á,
að hún að eins gæti dugað til bráðabirgða; pví var pað, að al-
pingi hafði tekið endurskoðun hennar til meðferðar hæði 1881
og 1883, án pess pó að ljúka við hana; töldu pví flestir sjálf-
sagt, að ping pað, er saman kæmi 1885, léti hana ekki lengur
undan draga. Til pess að veita pessari von manna meiri
tryggingu og fyllra framfylgi, sendi alpingismaður Jón Sigurðs-
son á Gautlöndum áskorun til pjóðkjörinna pingmanna pess
efnis, að peir gengjust fyrir, að valdir yrðu að minnsta kosti
2 fulltrúar fyrir hvert kjördæmi til að mæta á almennum fnndi
að pingvelli við Öksará 27. júní og ræða par og undirbúa sér-
staklega endurskoðun stjórnarskrárinnar, og svo fleiri nauðsynja-
og áhugamál, ef tími væri til. pessari áskorun var almennt
vel tekið og fóru kosningar á pessum fulltrúum fram um vorið
fyrir öll kjördæmi landsins, nema Yestmannaeyjar og Eyja-
fjarðarsýslu; par fórst pað fyrir sökum áhugaleysis eða andróð-
urs einstakra manna; pó sendu Akureyrarbúar 2 fulltrúa frá
sér, í erindum bindindismálsins sérstaklega. «J>jóðlið |>ingey-
inga» sendi og 2 menn. Alls voru 36 menn kosnir til fundar-
ins. Af peim mættu 32, pegar á fundinn kom, sem haldinn
var á ákveðnum tíma í slæmu veðri og við illa aðbúð, sem
vonlegt var. Auk peirra vóru par komnir allmargir alpingis-
menn og ýmsir aðrir sjálfboðar, alls á 2. hundrað að tölu.
1*