Fréttir frá Íslandi - 01.01.1885, Blaðsíða 16

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1885, Blaðsíða 16
18 ÖNNUR ÍNNáNLANDSSTJÖRN. kennara þar, séra Helga Hálfdánarsyni, 1. okt., enn í hans stað var settur séra J>órhallur Bjarnarson prestur á Akureyri. Á læknaskipun landsins varð engin önnur breyting enn sú, að cand. med. & chir. J>orgrími J>órðarsyni var 17. apríl heit- inn af ráðgjafanum styrkurinn til aukalæknis á Skipaskaga á Akranesi með 4 syðstu hreppum Borgarfjarðarsýslu, 700 kr. á ári, samkv. fjárlögunum 1884—85, og fór hann þangað um vorið. Var pá eptir ófenginn læknir til aukalæknishéraðsins í Dalasýslu, og óveitt eitt læknishérað (Austurskaptafellssýsla), enn að eins eitt læknisefni útskrifaðist af læknaskólanum. J>ó bætti þingið við 4. aukalæknishéraðinu (sjá fjárlögin framar) og hækkaði aukalæknastyrkinn til hvers héraðs upp í 1000 kr. á ári. Bænir um aukalækna komu þó víðar að inn á þing, enn bænheyrslan fékkst eigi, mest af því, að engin völ var á mönnum. Geir Tómassyni Zoéga, settum kennara við Beykjavíkur lærða skóla og porvaldi Thoroddsen, kennara við gagnfræðaskólann á Möðru- völlum, vóru veitt (4. og 5.) kennaraembætti við lærða skólann 29. júlí; enn í stað J>orvaldar var breskur konsúll W. G. Spence Paterson settur af landshöfðingja til að gegna kennarastörfum á Möðruvöllum (10. sept.); gekk hann undir próf í íslensku (12. s. m.) í Reykjavík, og stóðst það vel, enn réttindi innfæddra manna hafði hann ekki. Eptir fráfall Oddgeirs Stephensens, forstjóra íslensku stjórn- ardeildarinnar í Kaupmannahöfn, var skrifstofustjóri deildarinn- ar John Hilmar Stephensen, danskur maður, skipaður af kon- ungi stjórnardeildarforstjóri 30. apríl; og jafnframt var assistent í stjórnardeildinni, Anders Dybdal, (sömuleiðis danskur mað- ur), skipaður þar skrifstofustjóri, svo í stjórnardeildinni fyr- ir ísland varð að eins einn maður íslenskur (Ólafur Halldórs- son, prófasts Jónssonar), (sjá þingsályktunina framar). Lausn frá embætti fengu: Halldór Guðmundsson, skólakennari, 19. mars, með eptirlaun- um (1200 kr.); Jakob Benediktsson, prestur á Miklabæ í Blönduhlíð, 27. febr., (með 300 kr. eptirlaunum), og Sigurður Melsteð, forstöðumaður prestaskólans, (sökum sjónleysis) 16. júlí, með eptirlaunum (3381 kr. 33 au.).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.