Fréttir frá Íslandi - 01.01.1885, Blaðsíða 54

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1885, Blaðsíða 54
56 MENNTUN 06 MENNING. meðal af stöðum á íslandi, mikil snilldarverk. Meðal peirra, sem gáfu, var konungur vor og krónprinsinn. Einar 11 af peim komust til Reykjavíkur um sumarið og vóru par til sýnis uin tíma á hverjum degi í barnaskólahúsinu, enn vóru svo fluttar í lestrarsal alpingishússins, pegar barnaskólinn var sett- ur, og urðu eigi sýndar eptir pað. Sökum húsrúmsleysis geta pessar fögru gjafir pví eigi notið sín og bætt smekk og feg- urðartilfinningu manna. * * * |>etta ár var sálmaskáldi voru Hallgrími Péturssyni (f 1674) reistur minnisvarði úr íslenskum steini, með hörpu ofan á eptir danskan mann; hann er 10 álna hár, og stendur norðanhallt við dómkirkjudyrnar í Reykjavík. Hann var reistur með al- mennum samskotum, er peir gengust fyrir dr. Grímur Thom- sen og Snorri Pálsson verslunarstjóri og eptir dauða hans Tryggvi Gunnarsson. Framan á varðann var höggvið: Hall- grímur Pétursson | 1614 — 1674. | Fyrir blóð lambsins blíða j búinn er nú að stríða j og sælan sigur vann. | P. s. 25. 12. Dr. Grími Thomsen var síðan veittur styrkur af landsfé til að gefa út kvæði séra Hallgríms. X. íslendingar í Ameríku. petta ár fiuttust til Ameríku eitthvað um 120 menn, eða heldur í færra lagi, í samanburði við meðaltal af flutningum til Ameríku í skýrslu peirri, er kom í Stjórnartíðindunum 1884 fyrir árin 1873 -1880, pvíað á peimtíma hafa alls fluttstvest- ur 2713 Islendingar, par af 811 börn, yngri enn 10 ára, 601 milli tvítugs og prítugs og 165 yfir fimmtugt, og ferðakostn- aður peirra er áætlaður samtals 450000 kr. eða um 163 kr. á mann, og svo par að auki aukakostnaður ásamt fatnaði og farangri, svo sem 70 kr. á mann. Allmjög pótti bera á pví petta ár, að menn strykju héðan frá skuldum, eða sökum annars klandurs. Tfir höfuð leið íslendingum vestra allvel í aðalbyggðum peirra; peir vóru par að ganga í söfnuði, og reyna að íá sér prestspjónustu. Séra Jón Bjarnason, ervar kominn aptur til peirra, vakti hjá peim áhuga í pá stefnu, og hann lét boðsbréf ganga fyrir árslokin að kirkjulegu tímariti, er nefnast skyldi Sameiningin. Leifur hélt áfram að koma út, pótt stjórnin í Canada hætti að kaupa hann, og ritstjóri hans valdi nýja byggð fyrir íslendinga í <norðvesturlandinu», er hann nefndi þingvelli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.