Fréttir frá Íslandi - 01.01.1885, Blaðsíða 36
38
BJARGRÆÐISVEGIR
mislitri ull 40—45 au., af æðardún 18 kr„ af söltuðum laksi
40—65 au.
Eins og áður er getið, keyptu Skotar og Englendingar hér
margt fé, einkum austanlands og norðan; enn svo keypti og
Coghill hér um allt iand hross fyrir Slimon, eins og vant er,
og gaf líkt fyrir pau og áður, enn tapaði einnig á peim í Eng-
landi. — í sambandi hér við skal pess getið, að petta sumar
(22. ágúst) sendu 27 pingmenn peim Slimon og Coghill ávarp
í viðurkenningarskyni «fyrir framtakssemi peirra og dugnað í
að leita markaðar hingað og koma pannig á viðskiptum milli
íslands og Skotlands*, og fyrir pau hlunnindi, er landinu hafa
orðið að pessum viðskiptum í pau 15 ár, er pau hafa nú
staðið.
Skipströnd urðu ekki mörg petta ár. Norskt timburskip
strandaði snemma í júní á Hvammsfirði, enn mannbjörg varð,
og 15. sept. strandaði norskt vöruskip við ísafjarðardjúp á leið-
inni frá ísafirði til Flateyrar, hlaðið kolum og fleiri vörum, og
nokkrum fleiri hlekktist meira og minna á. Tvær franskar
fiskiskútur strönduðu 30. apríl, og enn pá einhverjar fieiri, og
ensk fiskiskúta strandaði við Sléttu um haustið, fisklaus; hún
var seld með öllu fyrir 190 kr.
J>á er eptir að minnast á eitt atriði, er miðar til blómg-
unar á efnahag og velmegun pjóðarinnar, og pað eru hindiad-
isfélögin. í Er. f. á. bls. 14 er drepið á Goodtemplarsbind-
indið, er komst á á Akureyri. J>etta félag hefir útbreiðst mjög
petta ár; pannig vóru stofnaðar allfjölmennar deildir úr pví á
Isafirði og víðar um vesturland, og af Akureyri var sendur
maður, Björn Pálsson, frá félaginu par suður til Reykjavíkur
með Júngvallafundarmönnum, og stofnaði hann deild í
Reykjavík; fékk petta mál par svo góðan byr, að par vóru
komnar á fót 3 deildir um árslokin, og vóru 1 peim alls hátt
á 3. hundrað manna af öllum stéttum; paðan breiddist fé-
lagið út, fyrst til Hafnarfjarðar og síðan suður um öll suður-
nes o. v., og auk vínbindindisins komst og jafnframt á sum-
staðar (í Hafnarfirði) tóbaksbindindi, og jafnvel bindindi með fleiri
munaðarvörur. í Árnessýslu myndaðist og bindindisfélag all-