Fréttir frá Íslandi - 01.01.1885, Síða 16

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1885, Síða 16
18 ÖNNUR ÍNNáNLANDSSTJÖRN. kennara þar, séra Helga Hálfdánarsyni, 1. okt., enn í hans stað var settur séra J>órhallur Bjarnarson prestur á Akureyri. Á læknaskipun landsins varð engin önnur breyting enn sú, að cand. med. & chir. J>orgrími J>órðarsyni var 17. apríl heit- inn af ráðgjafanum styrkurinn til aukalæknis á Skipaskaga á Akranesi með 4 syðstu hreppum Borgarfjarðarsýslu, 700 kr. á ári, samkv. fjárlögunum 1884—85, og fór hann þangað um vorið. Var pá eptir ófenginn læknir til aukalæknishéraðsins í Dalasýslu, og óveitt eitt læknishérað (Austurskaptafellssýsla), enn að eins eitt læknisefni útskrifaðist af læknaskólanum. J>ó bætti þingið við 4. aukalæknishéraðinu (sjá fjárlögin framar) og hækkaði aukalæknastyrkinn til hvers héraðs upp í 1000 kr. á ári. Bænir um aukalækna komu þó víðar að inn á þing, enn bænheyrslan fékkst eigi, mest af því, að engin völ var á mönnum. Geir Tómassyni Zoéga, settum kennara við Beykjavíkur lærða skóla og porvaldi Thoroddsen, kennara við gagnfræðaskólann á Möðru- völlum, vóru veitt (4. og 5.) kennaraembætti við lærða skólann 29. júlí; enn í stað J>orvaldar var breskur konsúll W. G. Spence Paterson settur af landshöfðingja til að gegna kennarastörfum á Möðruvöllum (10. sept.); gekk hann undir próf í íslensku (12. s. m.) í Reykjavík, og stóðst það vel, enn réttindi innfæddra manna hafði hann ekki. Eptir fráfall Oddgeirs Stephensens, forstjóra íslensku stjórn- ardeildarinnar í Kaupmannahöfn, var skrifstofustjóri deildarinn- ar John Hilmar Stephensen, danskur maður, skipaður af kon- ungi stjórnardeildarforstjóri 30. apríl; og jafnframt var assistent í stjórnardeildinni, Anders Dybdal, (sömuleiðis danskur mað- ur), skipaður þar skrifstofustjóri, svo í stjórnardeildinni fyr- ir ísland varð að eins einn maður íslenskur (Ólafur Halldórs- son, prófasts Jónssonar), (sjá þingsályktunina framar). Lausn frá embætti fengu: Halldór Guðmundsson, skólakennari, 19. mars, með eptirlaun- um (1200 kr.); Jakob Benediktsson, prestur á Miklabæ í Blönduhlíð, 27. febr., (með 300 kr. eptirlaunum), og Sigurður Melsteð, forstöðumaður prestaskólans, (sökum sjónleysis) 16. júlí, með eptirlaunum (3381 kr. 33 au.).

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.