Fréttir frá Íslandi - 01.01.1885, Síða 7
ALpiNGI.
9
er hinni gömlu brauðastipun -haldið. Enn fremur er gjörð
nokkur hreyting á Prestsbakka og Tröllatungu brauðum, m. m-
16. desbr. vóru staðfest:
9. Lög um lögtak ogjjárnám án undanfarins dóms eða sáttar.
I. TFm lögtak. Taka má lögtaki skuldir pær og gjöld, er nú skal
greina, með ýmsum nánari skilyrðum: 1. Skatta og önnur gjöld til
landssjóðs, sveitar- og bæjarsjóða, kirkna, opinberra stofnana, em-
bætta og sýslana. 2. Gjöld af fasteignum landssjóðs, sveitar- og
bæjarfélaga. 3. Gjöld fyrir notkun stofnana, landsnytja og annara
hluta, er til almenningsparfa eru ætlaðir. 4. Gjöld fyrir leyfisbréf,
dómgjöld, endurgjald, sem greiða ber peim, er framkvæmir eða er
viðstaddur gjörðir eptir lagaákvæði og endurgjald annara lögmætra
útgjalda samfara embættisrekstrinuin. 5. Endurgjald pess, sem
landssjóður, kirkjur, sveitar- eða bæjarsjóðir hafa orðið að
greiða til að bæta úr vanrækslu einstakra manna. 6. Fram-
færslueyrir lögómaga. 7. Brunabótagjald af húsum. 8. J>ókn-
unin í 7. gr. tilsk. 12. febr. 1872 um síldar- og upsaveiði með
nót. 9. Álag eptir úttekt samkv. lögum 12. jan. 1884. 10.
Andvirði fyrir lausafé keypt á opinberu uppboði. Aðrar kröfur
má eigi lögtaki taka. Fógeti framkvæmir lögtakið; pó má
hreppstjóri gera lögtak í sveit, ef fjárkrafan er eigi yfir 50 kr.
að uppbæð og lögtakið er eigi gertí fasteign. «Lögtaksskipun-
ar» parf eigi lengur við, til pess að lögtak fáist. II. Fjárnám
án undanfarins dóms eða sáttar má gjöra á tiltekinni skuld,
sem pinglesið bréf er fyrir með veði í fasteign, hafi skuldu-
nautur ritað undir pað nafn sitt eða við pað kannast í viðurvist
notarii publici eða tveggja vitundarvotta, pá er skuldin er kom-
in í gjalddaga fyrir uppsögn, eða eptir ákvæði veðbréfsins, eða
og fyrir greiðslufall á vökstum eða afborgunum, sé svo með
berum orðum til skilið í veðbréfinu, bæði fyrir höfuðstói henn-
ar, afborgun upp í hann og vökstum út af fyrir sig, pó ekki
í öðru enn veðinu.
Frumvörp til allra pessara laga voru lögð fyrir pingið af
stjórninni og tóku litlum breytingum á pinginu.
pá er að telja pingmannafrumvörpin, er urðu að lögum og
náðu staðfestingu petta ár.
2. nóvember vóru enn fremur staðfest:
10. Lög um linun í skatti á ábúð og afnotum jarða og