Fréttir frá Íslandi - 01.01.1885, Side 13

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1885, Side 13
ÖNNUR INNANLANDSSTJÓRN. 15 1 landsyfirdóminum vóru dæmd 42 mál: 10 sakamál og 32 einkamál. í hegningarhúsinu 1 Eeykjavík vóru petta ár að eins 6 (2 kaupmenn, 1 hreppsnefndaroddviti, og svo Fensmark sýslu- maður við einfalt fangelsi); 5 af peim höfðu lokið parvistar- tíma sínum einhvern tíma á árinu. — |>á er að minnast á stofnun pá, er komst á fót í Reykja- vík rétt fyrir árslokin og nefnd er söfnunarsjóður. Var pað séra Eiríki Briem prestaskólakennara að pakka; enn stofnend- urnir vóru 12, og ábyrgist hver peirra með allt að 200 kr., að sjóðurinn standi í skilum. Tilgangur sjóðsins er, að geyma og ávaksta pað fé, er standa skal óskert á vökstum og eigi útborg- ast fyr enn eptir langan ákveðinn tíma. Við fé, sem stöðugt á að standa í sjóðnum, skal ávallt hæta einhverju af vökstun- um; enn pað fé, sem eigi á stöðugt að standa á vökstum, skipt- ist í 3 deildir: útborgunardeild, bústofnsdeild og ellistyrksdeild. í sampykkt sjóðsins, sem fylgir hverri viðskiptabók við hann, má að öðru leyti sjá nákvæmar tilhögun á honum, enn yfir höfuð veitir hann mönnum greiðan veg til að ávaksta tryggilega um ókomna tíð sjóði og fé, pví sem aldrei á að eyða höfuðstóln- um að, og gefur óhultasta ráð til pess, að menn geti séð sér og sínum niðjum horgið með dálitlum fjársparnaði og fjársöfnun smátt og smátt, hvað sem fyrir kann að koma, og notað sér pað, hvað féð getur vaksið ótrúlega mikið á löngum tíma með nokk- urri árlegri viðbót. — Hér virðist mega geta pess, að petta ár birtist í stjórn- artíðindum landsins skýrsla um efnahag allra sveitasjóða í fardög- um 1881 eptir hreppum, og svo skýrsla sama efnis eptir sýslum fyrir 10 ára tímabil: 1872—81. Árið 1881 vóru tekjur allra sveita- sjóða alls 307,357 kr., enn útgjöldin 300,548 kr., paraf 173,153 kr. ómagaframfæri og sveitarstyrkur; enn um pessi 10 ár nam ómagaframfæri og sveitarstyrkur á landinu alls 3,095,758 kr. eða 309,575 að meðaltali um árið, og pó er álitið víst, að fá- tækraútgjöldin hafi í raun og veru verið langt um meiri, eða vissar 350,000 kr. á ári. Enn meðaltal allra sveitarútgjalda varð eptir skýrslunni 352,000 kr. pessi 10 ár, eða 4 kr. 93 au. á ári á hvert mannsbarn á landinu, enn 33 kr. á hvern gjaldanda, par sem gjöldin til landssjóðs 1881 vóru

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.