Fréttir frá Íslandi - 01.01.1885, Side 22

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1885, Side 22
24 ÁRFERÐI. febrúar, að líkast var vorinu 1882; menn máttu þar pó illa við peim harðindum eptir hina dæmafáu óveðráttu sumarið á undan, eins og sýndi sig. Á vestjjörðum vóru sífelldir norðanbyljir með fannkomum og frosti mjög miklu fram yfir sumarmál; pannig reið póstur í mars á ísum heina leið úr ögri í Yatns- fjörð og paðan aptur heint að Arngerðareyri (yfir Reykjarfjörð og ísafjörð pveraij). Sömuleiðis var Hvammsfjörður allur lagð- ur pá, svo fara mátti á ís beint frá Dagverðarnesi í Stykkis- hólm, og sunnudaginn fyrstan í sumri var hann lagður hestís út undir eyjar, og pá (í apríl) fór póstur á ís yfir Álftafjörð og ísafjörð. TJm páskana varð póstur að fara selflutning á sleðum með koffortin norður yfir Holtavörðuheiði, enda urðu vetrarharðindin norðanlands enn pá meiri úr pví janúar lauk, heldur enn sunnanlands, einkum í austursýslunum, eins og vant er. Fannfergjan varð par svo mikil um langan tíma af vetrinum, einkum pó 1 febrúar, að elstu menn mundu eigi aðra eins, og hæir fóru víða í kaf; pó tóku snjókyngjurnar út yfir á austur- landi; janúar var pó víða góður, enn svo hlóð snjó niður í sí- fellu mestallan fehrúar, og sökum peirra dæmalausu snjópyngsla, er pá komu, urðu par tíð geysimikil snjóflóð, er gerðu ógurlegan skaða og manntjón, eins og síðar verður getið. Frost voru pó ekki eins sterk að sínu leyti (pó 10'—18° á E. í Fljótsdals- héraði t. d. fyrstu dagana af mars). Eptir pennan dæmalausa snjóavetur víðast um land tók við eitthvert kaldasta vor, svo að jörð leysti mjög seint alstað- ar; vóru sífelldir kuldanæðingar og náttfrost allt fram í júlí, og frostbyljir enda allopt á vesturlandi, norðurlandi og aust- fjörðum; par var fullkomið jarðbann í öllum sjávarsveitum frá pví fyrirsunnan Mjóafjörð og norður fyrir Vopnafjörð af göml- um gaddi viku eptir fardaga, og á vestfjörðum sumstaðar, t. a. m. á Snæfjallaströnd, vóru tún undir fönn um sama leyti, og pví fremur í norðursýslunum norðanlands. Eyrri hluta júlí- mánaðar (11 vikur af sumri) var allvíða enn pá ekki leyst af túnum á austurlandi og frost og snjóar öðru hvoru allt til pess tíma, og eins í pingeyjarsýslu og víðar nyrðra. Á vesturlandi kól tún víða jafnóðum og af peim leysti, og í júlí byrjun var par víða varla fært yfir fjallvegi öðruvísi en skaflajárnað, og sum- staðar enda ókleyft fyrir snjó og frosthríð. |>ótt sumarið byrj-

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.