Fréttir frá Íslandi - 01.01.1885, Qupperneq 31

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1885, Qupperneq 31
BJARGRÆÐISVÉGIR. 33 norður- og austuramtinu var veitt til eflingar búnaði. Hann áleit, að ekkert væri annað betra að gera til pess að hækka verð ullarinnar, enn að vanda betur verkun hennar og meðferð; verkunaraðferðin, sem hér tíðkaðist, væri sú heppilegasta, ef hún að eins væri alstaðar eins og par sem hún væri best, t. d. víða á norður- og austurlandi, og paðan ættu aðrir að læra hana; og par næst pyrftu kaupmenn jafnframt að gera hæfilegan verðmun á henni eptir gæðum. Aðalorsakirnar til verðlækk- unarinnar væru: verslunarástandið, samfara óvandaðri verkun á ullinni, og svo samkeppnin frá Astralíu o. v. Að öðrum kosti mundi hollast og framfaravænlegast að auka og bæta heima- vinnuna og minnka kaup á útlendri dúkvöru. Annars vísum vér til fróðlegrar skýrslu um petta efni eptir Kristján í Andvara. Enn fremur er að geta œðarrœktarfélags pess, er stofnað var árið áður af flestum ábúendum og eigendum æðarvarps- jarða í Barðastrandar-, Stranda-, Ðala- og Snæfellsnessýslum. Mark og mið pess er, að efla æðarvarp á ýmsan hátt, svo sem með pví, að leggjast á eitt með að eyða varpskemmdafuglum, hætta að taka æðaregg o. fl.; sótti pað um 10000 kr. lán til pessa úr viðlagasjóði, með meðmælum amtsráðs og hlutaðeig- andi sýslunefnda, og veitti pingið pað fé með lögum, sem kon- ungur staðfesti eptir árslokiu (8. jan.). Eitt félag var stofnað petta ár, sem ætti að geta orðið að talsverðu liði fyrir landbúnaðarframfarir íslendinga; pað heitir hið islenska garðyrkjufélag; var pað stofnað í maí fyrir for- göngu Schierbecks landlæknis. Mark og mið pessa félags er, að efla og styðja garðyrkju hér á landi yfir höfuð, enn fyrst um sinn einkum að betri ræktun venjulegra garðávaksta og nokk- urra fóður-jurta, svo sem kálrabís, túrnips, kartaflna o. fl. J>ess- um tilgangi sínum vill pað fyrst og fremst ná með pví að sjá um, að fræ fáist auðveldlega til útsæðis, og svo að útbreiða pekkingu á ræktun jurta og hver aðferð við hana komi að bestum notum, og enn fremur með pví að veita verðlaun fyrir jurtir, sem best eru ræktaðar, og fyrir gott fræ, sem hér er PRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI 1885. 3

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.