Fréttir frá Íslandi - 01.01.1885, Qupperneq 33

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1885, Qupperneq 33
BJARGRÆÐÍSVEGIK. 35 smíðað vandaða vél til að smíða kambavíra, og er enda mesti völundur. J>ingið lét og sitt ekki eptir liggja, par sem pað veitti honum 500 kr. styrk til að fullkomna pessar tóvinnuvélar sínar, og efri deild pingsins sampykkti í pingsályktun pað sem neðri deild hafði pó neitað: að veita honum par að auki 1 sama tilgangi allt að 2500 kr. lán úr viðlagasjóði í 10 ár; enn pessa pingsályktun tók ráðgjafinn eigi til greina, eptir undir- lagi landshöfðingja, sökum pess að «eigi væri hægt að veita slíkt lán úr viðlagasjóði, nema með pví að taka af fé pví, er húið væri að komaí ríkisskuldabréf*. J>etta pótti kynlegt; enn bankastofnunin bætir líklega úr pví tjóni, sem annars gæti af pessu leitt, svo að Magnús gæti fullkomnað vélar sínar, pvíað við pessa fyrstu tilraun sína stuðlaði hann að pví, að peir, er til hans náðu, gátu unnið mun betur og komið af miklu meira af vefnaði enn undanfarin ár, enda sóttu til hans allar nálægar sveitir með mestalla vinnuull sína, einkum til kembinga, og kostaði hún 33 au. fyrir ullarpundið ofan af tekið og greitt. Verslun og vörnverð. Verslunin tókst fremur óhappalega petta ár. Siglingar og viðskipti við erlendar pjóðir vóru að vísu álíka og undanfarið ár, eða jafnvel meiri, að pví er fjár- verslun snerti; enn pað, sem bagaði helst, var hið lága verð í útlöndum á allri aðalvöru íslenskri, svo sem á fiski og ull, og svo fé pví, er landsmenn sjálfir seldu í útlöndum. J>ar á móti varð fjársalan til Skota, sem hér keyptu, hagstæð og góð, enn við pað förguðu menn fremur til peirra, sem von var, heldur enn að láta fé upp í kaupstaðarskuldir sínar til kaupmanna; hafa pær pví almennt fremur aukist enn lækkað; enn við pað hefir nú loksins komið tilfinnanlega í ljós sú eðlilega afleiðing, að peg- ar áður enn haustlestum var lokið og jafnvel um sumarið fór að brydda á matvöruskorti í mörgum kaupstöðum, og um haustið var matvörulaust í öllum kaupstöðum á vesturlandi að kalla mátti, og á austurlandi og á Eyrarbakka, enn skárra var pó á norðurlandi, pótt á pví bólaði par líka; urðu af pessu mestu vandræði og matvöruskortur manna á meðal. A austur- landi bættu loks úr skipakomur frá Noregi, er hófust í desem- ber, pegar síldin fór að veiðast mest. Á norðurlandi hjálpuðu —

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.