Fréttir frá Íslandi - 01.01.1885, Page 42
44
HKILSUFAR OG L\T IIELURA FÓLKS.
stiptslæknir á Lálandi og Falstri 1875. Hann varð doctor med.
1874 fyrir ritgerð sína: Iagttagelser angaaende Sygdomsfor-
holdene i Island. |>ar að auki ritaði hann ýmislegt 1 dönsk
tímarit, einkum áhrærandi sullaveikinni á íslandi. Hann and-
aðist 12. okt., 58 ára gamall. Hann var heppinn læknir, ein-
kum við sullaveiki hér á landi, og duglegur embættismaður, vin-
sæll og höfðinglyndur. — Hinn var:
Oddgeir Stephensen etatsráð, kommandör og riddari af
dbr. og dbr.m., sonur Björns Ólafsonar stiptamtmanns Stefáns-
sonar. Hann var fæddur 27. maí 1812, útskrifaðist úr heima-
skóla afArna Helgasyni 1831, og varð kandídat í lögfræði 1842.
Síðan var hann nokkur ár í rentukammerinu og pví næst skrif-
stofustjóri í hinni ísl. stjórnardeild í Kaupmannahöfn, er hún
var stofnuð 1848, og formaður hennar 1852 til dauðadags; auk
pess varð hann formaður fyrir 2. deild dómsmálastjórnarinnar
dönsku 1858. Hann dó 5. mars. J>annig átti hann um lang-
an aldur mikinn og eflaust mikilsverðan pátt 1 yfirstjórn helstu
íslenskra mála. Hann var talinn einkar-ættrækinn og vinfast-
ur, og vel leikinn og lipur í emhættisfærslu sinni. Hann átti
pátt í útgáfu Lagasafnsins íslenska með Jóni heitnum Sigurðs-
syni. Hann var og einn af peim, er gáfu út Ný Félagsrit,
nokkur fyrstu árin; sjálfur skrifaði hann að eins nokkrar grein-
ir í dönsk og íslensk blöð.
Af kaupmannastétt hér andaðist einn merkur maður:
Hannes (Steingrímsson biskups) Johnsen, fæddur 22. maí 1809
að Lambhúsum á Alptanesi, og var hann einn af hinum mörgu
heldri manna sonum, er útskrifuðust úr heimaskóla hjá Arna
stiptprófasti Helgasyni; paðan útskrifaðist hann 1830, og tók
síðan að lesa læknisfræði við Khafnarháskóla, enn varð að hætta
sökum sjúkleiks; varð hann síðan verslunarstjóri í Beykjavík
um nokkur ár, og hóf par síðan sjálfur verslun, er hann rak
um 50 ái. Hann andaðist 16. nóv. Hann var vel látinn af
hverjum manni.
Af bændastétt hafa pessir látist helstir, sem vér pekkj-
um til:
Ásgeir Einarsson (dbrm. og bónda Jónssonar í Kolla-