Fréttir frá Íslandi - 01.01.1890, Page 17

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1890, Page 17
Menntun og menning, 19 Af nýjum stofnunum, er vænlegar eru til nytsemdar og pjóðprifa, er fram líða stundir, má nefna «Nemendasjóð Möðru- vallaskóla*. Stofnuðu lærisveinar skólans sjóð penna með ráði kennaranna, seldu bækur lestrarfjelags síns, hjeldu hlutaveltu og fengu par á ofan nokkrar gjafir frá einstökum mönnum. Varð stofnfjeð alls 439 kr. 72 a., er síðan rar sett á vöxtu. I’ram- vegis skal leggja tillög öll frá kennurum og lærisveinum og aðrar gjafir við höfuðstólinn og eigi eyða vöxtunum fyr en peir eru orðnir 40 kr. á ári; úr pví skal vöxtum öllum varið til pess að styrkja fátæka og efnilega nemendur við skólann. — í Reykjavík var stofnaður sjóður, er nefnist «Ekknasjóður Reykjavíkurbæjar» til styrktar ekkjum og börnum fátækra purrabúðarmanna 1 bænum, peirra er greitt hafa að minnsta kosti tvö ár fast tillag, 2 kr., til sjóðsins. — |>á var og stofnaður par í höfuðborginni (3. marz) annar sjóður, nokk- uð einkennilegur, «Tvö púsund ára afmælissjóður íslands*, stofnfjeð 4 kr.,er ávaxtast skulu í Söfnunarsjóði íslands par til árið 2874 á 2000 ára afmæli byggingar landsins, er sjóðurinn verður algerleg eign pess. priðji sjóðurinn, er stofnaður var í Reykjavík petta árið, er «Systrasjóðurinn», er kvenna- skólinn í Rvík á og ætlaður er til styrktar námsmeyjum par; stofnfjeð var um 200 kr. — Auk pessa voru nokkrir sparisjóðir stofnaðir út um land, t. d. á Vopnafirði, og ýmisleg önnur menningarfjelög. Búnaðarstyrkur af landsfje var veittur 84 búnaðarfjelögum að upphæð samtals 8000 kr. Auk pessara búnaðarfjelaga risu og upp nokkur ný, er engan styrk hafa enn fengið. Málþráður, hinn fyrsti hjer á landi, var lagður milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, fyrir forgöngu Jóns pórarins- sonar, skólastjóra í Hafnarfirði, kostaði alls rúmar 3000 kr. Málpráðurinn var vígður af landshöíðingja 16. okt. Annað helzta mannvirki, sem unnið hefir verið hjer á pessu ári, er hafnaibryggja áAkureyri, öll úr grjóti og hund- in steinlími, 18 álna breið og verður nær 150 álna löng, er hún er fullger; geta pá seglskip öll og velflest gufuskip legið við hana; eptir bryggjunni liggja sporbrautir upp til verzlunar- 2*

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.