Fréttir frá Íslandi - 01.01.1890, Síða 21

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1890, Síða 21
Minningarhátíð Eyjafjarðar. 23 lands vors guð!» J»á stje Davíð próf. Guðmundsson í stólinn og hjelt fagra og hjartnæma prjedikun. Að pvi búnu var sung- ið kvæði eptir Matth. Jochumsson, og er petta upphaf að: Hlusta, hlusta, heilög fósturjörð, haldið anda, lopt og vindar svalir! Sól í heiði, signdu Eyjafjörð, sofi bára, þegi strönd og dalir! Lofi drottin fold og himinn hár, hef þií, maður, gleðiklökkvar brár, guð er þinn í gegnum bros og tár, guð er guð í þúsund-þúsund ár — í þúsund ár. Og enn petta: Hef þig andi, horf á þessi fjöll, há og stór sem fyrir þásund árum, lít þú yfir liljum gróinn völl, ljómar hann ei enn af vonartárum? Ekkert glatast utan fals og lygð, allt hið góða sigrar böl og bryggð. Enn þá lifir Eyjafjarðarbyggð, enn er hreystin hreysti, dyggðin dyggð — og dyggðin dyggð! J>á stje Júlíus amtm. Havsteen í stólinn og mælti fyrir minni konungs og var pá og sungið kvæði; síðan mælti Jón skólastjóri Hjaltalín, á Möðruvöllum, fyrir minni íslands og kvæði sungið á eptir; að lokum mælti Matth. Jochumsson fyrir minni Eyjafjarðar, langt erindi og snjallt, minntist helztu at- riða í sögu hjeraðsins og pess, hverja von menn gætu gert sjer um viðreisn hjeraðsins og umbætur á ókomnum öldum. |>á var sungið kvæði eptir hann, er byrjar svo: Svo margs er að minnast, þú himinn guðs h&r, vjer horfum i dag yfir þúshundruð ár, ó, sveit vor hin sviphýra, bjarta, svo friðsœl og hlý við hin frostköldu höf, 6, framtiðarvagga hjá timanna gröf! Nú hitnar vort angurblítt hjarta. J>ar í er og petta: Hve margt hefir kætt, ó hve margt hefir grætt, um margt hefir reynslan í þúsund ár frætt og ncytt þig, ó lýður, að læra. pín fávizka vakti þjer fjöldamörg tár, þín fávizka hjó þjer hin skæðustu sár og þó skal þjer þakklæti færa.

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.