Fréttir frá Íslandi - 01.01.1890, Page 25

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1890, Page 25
Slysfarir. 27 Jónsson frá Hindisvík á Yatnsnesi og unglingur, er með hon- um var. 8. s. m. drukknuðu 2 menn í Króksós. S. d. drukkn- uðu 2 menn af bát í Garði. 4. des. drukknuðu 3 menn af bát á Jökulfjörðum. Fyrir jólin varð úti maður á Svínadal í Dalasýslu. Sjálfsinorð, 1. apríl rjeð sjer bana með bissuskoti smala- piltur frá Vatnsfirði, er Magnús Benjamíusson hjet, og 5. s. m. skar sig á háls sjötugur maður á Snæfjallaströnd, er hjet Jónatan Jónasson. A hvítasunnu drekkti sjer öldruð kona frá Yillingadal í ísafjarðarsýslu í á nálægt bænum. 13. des. drekkti sjer gömul kona frá Hvammi í Dýrafirði, er Kristín hjet Sigurðardóttir, í lftilli á eða læk við bæinn. Heilsufar og mannalát. Framan af árinu mátti heilsufar manna gott heita og bar eigi á neinum sjerlegum kvillum, þar til er kvefsótt (»influ- enza«) sú, er gengið hafði um alla Norðurálfu og Vesturálfu um veturinn, barst hingað til landsins í byrjun maímánaðar; fluttist hún fyrst til Vestmannaeyja með kaupmanni par, er kom með póstskipinu frá Englandi, en par gekk sóttin pá sem hæst, og í annan stað barst hún hingað með Færeyingum til Austfjarða skömmu síðqr. I Vestmannaeyjum lagðist nálega hvert mannsbarn, en fáir dóu; úreyjunum fluttist hún skömmu síðar til lands og um miðjan júnímánuð var hún kominn um allt suðurland og úr pví færðist hún með kaupafólki og ferða- mönnum um allar sveitir fyrir vestan og norðan land. A suð- urlandi var sóttin einna skæðust, slóst upp í lungnabólgu og allskonar aðra kvilla og varð fjölda manns að bana, einkum gamalmennum, en börn fengu kíghósta og hrundu niður unn- vörpum, einkum ungbörn; gengu þessar afleiðingar sóttarinnar um land allt og stóðu sem hæst í sumum sveitum við árslokin. Auk pess sem manndauðinn var mikill, pótt sumar sveitir, einkum norðan lands, slyppu pví nær algerlega, pá varð að sóttinni verkatjón mjög mikið, par sem hún gekk yfir um vorið og í byrjun heyskapartímans.

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.