Fréttir frá Íslandi - 01.01.1890, Page 29

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1890, Page 29
Heilsnfar og mannalát. 3l Af öðrum lærðum mönnum ljetust: Helgi Einarsson Helgesen andaðist í Reykjavík 1. apríl, 58 ára (f. 15. okt. 1832). Hann var sonur Einars trjesmiðs Helgasonar, bróður Áina biskups 1 Görðum. Útskrifaðist úr Reykjavíkurskóla 1853, sigldi til báskólans, en varð að hætta par námi sökum vanheilsu, útskrifaðist úr prestaskólanum 1858 með 1. einkunn. Árið 1863 gerðist hann forstöðumaður barna- skóla Reykjavíkur jafnskjótt sem hann var stofnaður og gegndi pví staríi alla æfi upp frá pví og pótti pað vel farast. Um tíma var hann umsjónarmaður við latínuskólann og sat í skóla- nefndinni 1876. Hann hefir samið kirkjusöguágripið aptan við Biflíusögur Balslevs og ýmsar smágreinir í blöðum og tímarit- um. Hann var kvæntur Magdalenu Jóhannesdóttur Zoéga, ekkju Lichtenbergs skipstjóra í Khöfn. Bertel E. Ó. porleifsson hvarf í Kaupmannahöfn 9. sept. og fannst 23. s. m. rekinn af sjó við Kastrupsströnd á Arnag- er; var talið víst, að hann hefði drekkt sjer. Hanu var fædd- ur í Rvík 1856, útskrifaðist úr Reykjavíkurskóla 1879 og stundaði eptir pað um tíma læknisfræði við háskólann, en varð lítið ágengt, hneigðist hugur hans meir að skáldskap og öðrum fræðum, enda var hann allvel hagorður og eru sum kvæði hans snotur. Hann var einn af útgeföndum »Verðandi« ogí»Heim- dallíc og öðrum ísl. blöðum er ýmislegt frá hans hendi komið. Af merkisbændum, er Ijetust á árinu, má nefna: Daníel Jónsson, Brandssonar, bóndi á Fróðastöðum í Hvítársíðu, andaðist 20. jan. (f. 13. ág. 1802). Hann var fædd- ur og uppalinn á Fróðastöðum og bjó par allan sinn búskap góðu búi og var hreppstjóri 26 ár í Hvítársíðubreppi; fjekk heiðursmerki dannebrogsmanna 2. ág. 1874. Hann var maður gáfaður vel, naut að vísu lítillar menntunar í æsku, en las síð- ar mikið og veitti athygli pví, er gerðist um hans daga og varð pannig fróðari í mörgum greinum, en almennt gerist. Hann ritaði eins konar árbækur, sem ná yfir meiri hlut æfi hans og skýra frá mönnum, ættum og atburðum um Borgarfjörð og víð- ar og eru að mörgu leyti merkilegar. Hann var fastheldinn

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.