Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Blaðsíða 8
8
hefir verið kominn að þessu hoiti, þá er hann sá eftirreiðina
þeirra Gríss, en þó eigi svo langt, að sæist frá Haukagili. Þar
hafa þeir bundið hann hjá holtinu og fylgdarmann hans og fært
þá í hvarf frá veginum. Annars hefðu þeir Olafur sjeð þá, er
þeir riðu þar um. Þeir Gríss hafa að eins komizt austur yfir ána
áður hinir náðu þeim, námu þá staðar við götuskarðið, er þeir
komu yfir Vatnsdalsá. Hafa þeir fundizt þar á eyrinni. Aftur
fundu þeir þá Hallfreð á heimleiðinni. [Bæði um þetta og flest
annað, sem hjer er tílfært viðvíkjandi Vatnsdælu* naut jeg ágætra
upplýsinga Benidikts umboðsmanus Blöndals, er fór með mjer um
sögustaðina].
Draumur Hallfreðar. — Þíngeyrar. .. . Gakk þú út á holt
þat, er hér er skammt frá þingstöðinui, þar sem götur mætast«.
. . . »Um morgininn gekk Hallfreður út á holts-götu nokkura«.
Spursmálið um það, hvaða holt hjer ræðir um, stendur í nánu
sambandi við spursmálið um það, hvar þingstaðurinn var á Þing-
eyrum. Hallfreður gekk út á holtið, það hefir því veríð sjávar-
megin við þingstaðiun. Vestan í holti því, sem Þingeyraklaust-
ur stendur sunnan í, eru að neðanverðu uppblástrar miklir — sem
þó virðast uú hættir — en ofan við þá, og allt upp á holtið, sjer
fyrir leifum af túni, sem girt hefir verið um, en er nú orðið að
móa. Efst á túnstæðinu er rúst, fornleg og óglögg. Sagði mjer
Jósep bóndi á Hjallalandi, að þar hjeti »Trurusvalir«. Það ör-
nefni er óskiljanlegt eins og það er. Að sönnu má skilja seinni
hlutann : svalir, um þann stað, sem áveðurs er, og það á hjer
vel við. En fyrri hlutinn: trum- er eitthvað afbakaður. Mjer
datt í hug, að það kynni að hafa myndazt úr draum: þar hefði
heitið Draumsvalir og nafnið verið dregið af draumi Hallfreðar,
af því það hefði verið á þessurn stað, sem honum var vísað til í
drauminum, að götur mættist á holtiun. Og þetta kemur vel
heim, hafi þingstaðurinn verið þar, sem bærinn Þingeyrar er nú.
En það er nú einmitt mín ætlun, að svo hafi verið. Kom mjer
það fyrst i hug, er jeg sá i Árb. fornleifafjelagsins 1888—92, bls.
79, að dómhringur er kallaður 1 Þingeyratúm — þó Sigurður
Vigfússon geti til, að það kunni að hafa verið fjárrjett. — Og
jeg styrktist í minni ætlun, er jeg sá dómhringinn; hann er svo líkur
þess konar hringum á öðrum fornum þingstöðum, er jeg hefi
sjeð, nema hvað hann er í stærsta lagi: 14—16 faðmar i þver-
mál. Eu næstum þóttist jeg fá fullvissu, er jeg sá, til og frá um
suður- og vesturtúnið, mikinn fjölda af stórum fornum tóftum,
sem eru, sumar hverjar, allglöggvar, og merkilega líkar búða-