Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Blaðsíða 16

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Blaðsíða 16
16 ok er þeir komu fram fyrir bæinn, mælti Barði . . . ’þat hygg ek, at þar sje Grettir Asmundsson . . . mun ek nú senda eftir mönnum til Þóreyjarnúps . . . ok svá gjörðu þeir«. Þess er getið, at þeir Barði komu sunnan Tvídægru, og lá þá leið þeirra hjá Þóreyjarnúpi. Hafa þeir riðið fyrir neðan Miðfjarðarvatn, en svo beygt við, sem leið lá, upp að fjallshlíðinni fyrir sunnan bæ- inn á Þóreyjarnúpi. Þá er þeir voru fyrir framan bæinn, gátu þeir sjeð Gretti í hlíðinni og haft ráðrúm til að senda til bæjar áður en hann kom á leið þeirra. Þannig stendur þetta heima. Þar sem Grettissaga segir, að þeir Barði hafi verið 6 saman, en eftir Heiðarvíga sögubroti hefði þeir átt að vera 16, þá liggur mjög nærri að taka það fyrir ritvillu í Grettissögu (VI fyrir XVI); en að Grettir þó áræddi að ráðast á móti svo mörgum, gat ver- ið af því, að hann hafi verið orðinn þess vís, að þeir væri til einskis færir, flestallir, vegna sára. Hitt er samt engu ólíklegra, að af þeim 16, sem frá Heiðarvígum komu, hafi 10 eigi verið færir um að fara lengra lyrst um sinn en að eins norður í byggð- ina, legið þar svo í sárum, en að eins 6 hafi getað haldið áfram heimleiðis. Um þetta er eigi hægt að fá fulla vissu, þvi frásögn- ina um það, með fleiru, vantar i Heiðarvígasögu. Spjótsmýri kap. 48. »Einn góðan veðurdag reið Grettir vest- ur yfir hálsa til Þóroddstaða . . . Hann spyr at Þorbirni . . . . ok reið á burt ok fram á veginn tii Reykja. Þar gengr mýrr ein ofan ór hálsinum«. Kap. 49. »Spjótið þat, er Grettir hafði týnt, fannst . . . í þeirri mýri er Þorbjörn téll, ok heitir þar nú Spjóts- mýrr«. Enn heitir Spjótsmýri skammt fyrir Utan tún á Þórodds- stöðum á veginum til Reykja. Þar er engi. Melur er milli henn- ar og túnsins, svo að hún sjest eigi að heiman. Hún er nokkuð löng frá norðri til suðurs, og er svo að sjá, sera þeir Þorbjörn hafi vorið norðantil á henni; en Grettir kom sunnan að henni er hann »reið á teiginn«, Þá gátu þeir sjeð hann sem sagan getur, og kemur það vel heim. — Hvar Miðfitjar — sem sagan nefnir iíka — hafa verið, kunni enginn að segja mjer, er jeg spurði. lorfastaðir. kap. 15. »Skáldtorfa bjó þá á Torfustöðum. Bersi hjet son hennar«. Torfustaðir eru tveim bæjarleiðum fyrir utan Bjarg, en eiga land austur i Bersaborg og er eigi ólíklegt, að hún hafi nafn sitt af Bersa Skáldtorfusyni. í túninu á Torfu- stöðum er rúnasteinn eða steinn með á höggnum leturmyndum. Það er ísaldar huöllungur, aflangur, hjer um bil 3»/* al. á lengd, 2 al. á breidd og 1 al. á hæð. Á hann eru höggnar tvær let-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.