Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Blaðsíða 20

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Blaðsíða 20
Er óliklegt, að hún hafi nokkurntíma verið álitin hoftóft, og gilinu svo geflð nafnið af henni. Líklegra þykir mjer, að þar nálægt hafl verið hof, — heimahof Þóroddstaða manna; — þar eru blásn- ir melar við gilið, svo tóftin getur auðveldlega verið blásin burtu. / Haulcadalnum í Dalasýslu spurðist jeg fyrir um staðinn þar sem þeir börðust Atli frá Bjargi og Þórissynir frá Skarði. En enginn gat sýnt mjer hann eða nein örnefni, sem bentu á hann. Af sögunni er helzt að ráða, að það hafl verið á flötinni fyrir innan hólana, sem eru móts við bæinn i Skarði. Skammt frá Jörfa í Haukadal heita Valþjófsstaðir, eyðibær. Á hann heflr hlaupið skriða, — að sögn með snjóflóði, — og eyði- lagt hann. Þó sjer þar nokkuð fyrir rústum. Eirikstaðir í Haukadal, þar sem Eirikr rauði bjó, eru nú eyðibýli í landi Stóra-Vatnshorns, og er bæjarlækur Eirikstaða nii landamerkjalækur milli Vatnshorns -og Skriðukots. Rúst Eirik- staða er einkennileg: tvær tóftir jafnlangar: 8 faðma; er önnur langsetis aftan við hina og einn veggur á milli. Breidd beggja tóftanna til samans er 7 faðmar. Aftari tóftin er lítið eitt mjórri en hin. Dyr á framtóftinni eru á suðurhliðveggnum nærri aust- urgaflinum. Dyr úr framtóftinni inn í afturtóftina eru á mið- veggnum, skammt frá vesturgaflinum. Hvort útidyr hafa verið á vesturgafli afturtóftarinnar, sjest eigi gjörla því hann er eigi vel glöggur. Rústin er á afhallandi fles upp við fjallshliðina. Neðst á flesinni, niður með læknum, er önnur tóft, sem eigi er ólikleg til að vera af fjósi og hlöðu. Saurstaðir í Haukadal, þar sem Eyjólfur saur bjó, eru gagn- vart Eiríksstöðum hinum megin í dalnum. Lítíl á er þar fyrir austan bæinn og móafles fyrir austan ána, sem hún brýtur við og við. Á þeirri fles er ferhyrnd girðing, forn, nál. 10 faðm. á hvern veg. Dyr sjást eigi. Sagt er, að þeir Eiríkur og Eyjólf- ur hafi barist í girðingunni. Árni bóndi í Skriðukoti, sem sýndi mjer þessa staði, sagðist hafa átt heima á Saurstöðum fyrir nál. 20 árum, hefði þá önnur girðing verið ofar á móaflesinni, fer- hyrnd eins og hin, en margfalt minni, hefði verið sagt, að leiði Eyjólfs væri í henni. Nú var eigi neitt eftir af þessari litlu girð- ingunni: áin hafði brotið hana burtu. Lengra upp með ánni að austanverðu er fagur grashvammur og í honum fjórar eða fleiri stekkjatóítir. Hann heitir Orustuhvammur. Er sagt að Eiríkur hafi barist þar. En hvort það var við Hrafn eða Eyjólf, fyigir eigi sögunni. Er svo að sjá, sera Eiríks hafi verið sóknin en

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.