Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Blaðsíða 33

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Blaðsíða 33
33 (Skýrsla I, 121. bls.), en sú lesning getur eigi staðizt af ýmsum ástæðum, sem hér virðist óþarft að greina. 3. Llfeneski af Marlu mey með sveininn Jesúm og af Elísabet. Líkneski þau, sem hér eru sýnd og komin eru til safnsins frá kirkjunni í Holti í Önundaríirði 1882, eru gjör af eik, tveim bútum, nokkurn veginn jafnstórum, sem feldir eru saman um miðjuna. Hæsta líkneskið er nær 1,10 m. á hæð og öll saman nær 0,82 m. á breidd. Þar að auk eru háar bríkur til beggja hliða. María er með slegið hár og með kórónu á höfði, í skó- síðum kyrtli með háum kraga og útbrettum hornum og framvíð- um ermum og belti um mittið. Elisabet er með höfuðskýlu, slíka sem nunnur báru, í kyrtli með ermum sem á hinu likneskinu og með möttul yfir sér eða eitthvert þess kyns fat. Sveinninn Jes- ús hefir verið allsber; hann heldur á einhvers konar ávexti í vinstri hendi, en hægri handleggurinn er brotinn af fyrir ofan ölnboga og glataður; móðir sveinsins heldur vinstri hendi tram yfir brjóst hans og styður við hann með hinni, en Elísabet held- ur hægri hendi um handlegg hans, því að sveiuninn er auðsjáan- lega að sjma henni ávöxtinn, sem hann heldur á, og við það befir hún látið bók þá, sem hún heldur á í vinstri hendi, falla opna niður á keltu sér. Hér eru því allir atburðir sýndir skýrt og skilmerkilega, enda eru líkneski þessi að mörgu leyti listaverk, bæði að því er snertir klæðafellingar, limaburð og andlitsfall; einkum skín blíða út úr andliti Elísabetar og þó er fullkominn alvörusvipur yfir henni, svo sem hana þegar óri fyrir um örlög sveinsins. Likneski þessi eru að því leyti ósködduð, að tréð er nokk- urn veginn heilt, nema á þeim stað, sem áður var getið, og svo eru efstu oddarnir af kórónunni glataðir og stykki dottið úr höf- uðskýlunni yfir enni Elísabetar. En líkneskin hafa upphaflega öll verið máluð og gullroðin eða gylt; fyrst hefir verið límt lér- ept, að minsta kosti víða, utan á tréð og síðan sett kalkhúð yfir alt saman, svo sem sjá má á flestum vönduðum líkn-eskjum og skriptum (litmyndum) frá miðöldinni; utan á þessa húð hafa svo hinir síðustu litir verið dregnir. Þessi húð, og þó optar litirn- ir utan á henni, er nú flögnuð af, en þó er nokkuð eptir hér og hvar í fellingum og rákum. Alt hörundið á líkneskjunum, and- b

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.