Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Blaðsíða 10

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Blaðsíða 10
10 faðma breið. Miðgafl er í henni nál. 2 J/* faðm frá suðurenda; ógjörla sjer fyrir dyrum á honum, verður þar afhús og eru dyr við vesturgaflinn, sýnist svo sem aðrar hafi verið að austan, en aðrar að vestanverðu. Yið norðurgaflinn eru dyr á aðaltóftinni, og lítur lika út fyrír, að aðrar hafi verið á austurhlið en aðrar á vesturhlið skálans. Með öðrum orðum, það er eins og gaflarn- ir hafi verið frálausir. En líklega eru þetta aflaganir. Rjett hjá tóftinni, litlu ofar, er klettur mikill; en annar litlum kipp þar fyrir ofan og er sá fyrir utan túngarðinn. Þeir heita Sveina- klettar, og segja munnmæli, að Moðskeggur hafi fyrst rotað ann- an sveininn, er hann náði fyr, við þann klettinn sem hjá kotinu var, en hinum sveininum hafl hann ekki náð fyr en upp undir efri klettinum og því rotað hann þar. En af sögunni eraðráða, að henn hafi rotað þá báða við þann klettinn, sem nær er, og er það ef til vill líklegra. Fyrirsát og víg Bevgs. kap. 35 Vestan i Hrútafjarðarhálsi upp frá Þóroddstöðum er djúp dalkvos við veginn, er heitir Svikadalur. Þar er sagt, að Jökull hafi setið fyrir Finnhoga og 4 hafi þeir barizt á melnum við kvosina. Þeir sem fjellu, eru að sögn dysjaðir þar fyrir norðan melinn. En óglöggar eru dysj- arnar orðnar, sem von er. Eigi vita menn heldur, hvar haugur Bergs rakka er, sem sagan segir, að Finnbogi hafi flutt heim og heygt skammt frá Borg. V. Þórðarsaga hreðu. Fyrir utan byggða bæi, sem ekkert er um að segja, eru engin örnefni hjer, sem fyrir koma í Þórðarsögu, nema Bessa- borg. Það er hæð mikil með klettabrúnum austan til í Miðfjarð- arhálsi. Þaðan er viðsýnt vel, og því líklegt, sem sagan segir, að Þórður hafi gengið þar upp til að kveðja Miðfjörð í seinasta sinni. Eigi eru heldur nein örnefni hjá Osi, sem minna á Þórð, nema Þórðarnaust, og er það þó að mestu horfið. Annars er þar á túninu og í kringum það mikið af fornlegum rústum, sem ekki er nafn gefið. í bakkanum við árósinn eru 5 naustatóftir og skammt á milli; hefir sjór náð lengra inn fyrrum, því ár- burður berst í fjarðarbotninn. Innst eru 2 tóftir saman, þá 1 sjerskilin, þá aftur 2 saman yzt. Öll eru þau meira eða minna afbrotin, því sjór hefir smátt og smátt brotið af bakkanum. En ininnst er þó eftir af hinu sjerskilda sem í miðið er; það virðist »

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.