Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Blaðsíða 28

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Blaðsíða 28
«goða»nafn. Það nafn mun Þóroddur eigi heldur hafa borið meðan faðir hans lifði, og eigi fyr en eftir lát Grímkels goða; þá fyrst verður hann hjeraðshöfðingi. Samt er ekkert á móti því, að hann hafl byggt hofið áður; Það gat í fyrstunni verið sem heimahof; en seinna heflr hann þó gjört það að höfuðhofi. Þetta örnefni: «Hofið», bendir því til þess, að Þóroddur goði hafi búið að Hrauni. Menn segja nú ef til vill; «Einhver annar gat búið að Hrauni og haft heimahof. — Þóroddur gat hafthöfuðhof áHjalla, þó það sje horfið og gleymf*. Jú, þetta gat verið; en það er þó fremur ólíJclegt. Varla mun nokkur hafa leyft sjer að hafa heimahof, nema hann ætti hlut í goðorði eða væri borinn til þess. En Þóroddur virðist hafa verið einn um sína goðatign. Og hefði höfuðhof verið á Hjalla, þá er fremur óliJclegt að ekk- ert örnefni minni á það, enda þó það sjálft væri horflð. Ör- nefni voru þó viða kennd við hof, þó ekki sjáist þar hofrústir. Þannig má nefna Hoftorfu í Steinsholti fyrir framan Þórsmörk, Hofið hjá Melstað o. fl., að ógleymdu Hraunshofi. Vist er um það, að á ýmsum stöðum má gera ráð fyrir, að hof hafi verið, er sje horfið og gleymt; en í nágrenni við annað hof, eins og hjer, er óþarfi að hugsa sjer það, þegar ekkert bendir til þess. Það er i engri mótsögn við hið áður sagða, þó sögur nefni »Þórodd goða á Hjalla»: Samkværat því átti hann þar annað bú einmitt á því tímabili sem hann var mestur höfðingi ogkem- ur helzt við sögur; og Hjalli varð svo nafnkunnur bær á dögum Skafta, að eðlilegt væri þó Þóroddur, sem þar var svo mjög við- riðinn, væri allstaðar kenndur við Hjalla þar sem hans er getið. En langt er þó frá að svo sje: Hann er venjulega nefndur »Þór- oddur goði í Ölfusu — eins og t. d. «Hjalti í Þjórsárdal*, —en bæjarnafninu sleppt. Getur það nú ekki bent til þess, að bær- inn að Hrauni hafi í fyrstunni verið nefndur: at Álfósi, en síðar skift nöfnum, eins og ýmsir aðrir bæir hafa gjört ? Hraun er að minnsta kosti næsti bær við árósinn Ölfusmegin og á land meðfram honum til sjávar. Og þar með sjónum er Víkarslceið (nú Hafnarskeið) þar sem hin forna þjóðsaga lætur kynfylgju Þórodds goða, risann, koma á móti finninum, er fór i hamför til Islands. Vel má hugsa sjer, að þegar hið fyrra nafn bæjarins — o: Alfós—Ölfus — var orðið viðtekið sveitarnafn, hafi þurft að gefa bænum nýtt nafn, og hafi hann þá, ef til verið nefndur eptir hinu nýja eldbrauni. En vel mátti líka kenna Þóroddgoða

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.