Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Blaðsíða 26

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Blaðsíða 26
26 ofan að læk þeim, er rennur niður með engjunum. Suðvestur- jaðar hraunflóðsins liggur fast ofan að túninu á Hrauni, og sá oddinn, sem einna lengst gengur fram, liggur norðanfram með túninu svo nærri bænum, að hann hefir líklega lagzt yflr nokk- urn hluta túnsins. Djúp lág er milli hraunsoddans og bæjarins og kemur þar upp lækur; koma þar víða lækir undir hrauninu og því er það nú talsvert uppgróið utan með og fremsti oddinn er orðinn að túni. Geta má því nærri, að þegar eldflóð þetta hljóp fram, hefir ekki verið annað fyrir að sjá, en að það mundi hlaupa á bæinn, og það enda meðan það var nokkuð langt frá, því stefna þess var þangað, og það átti undan nokkrum halla að sækja. Má því gjöra ráð fyrir, að fólkið hafi flúið þaðan með allt, er það mátti með komast. Og ekkert er líklegra, en að maðurinn, sem kom hlaupandi á alþing með fregnina um jarð- eldinn, hafi verið sendur að sækja þá fegða, til að ráðstafa burt- flutningnum. 3. Það er ekki líklegt að Þoroddur goði hafi byrjað búskap á Ejalla. Að þessu er raunar ekki hægt að leiða nema líkur, ■« leiddar af þvi sem ætlað verður á um aldur þeirra langfeðga. Það er kunnungt, að Skapti lögsögumaður, sonur Þórodds, dó 1030 (sjá Safn til sögu íslands Kh. 1853, bls. 500), hafi hann þá verið um sjötugt, er hann fæddur nálægt 960, þá hefir Þóroddur verið kvæntur og farinn að búa. Hann hefir þá verið um þrít- ugt hafi hann fæðst nálægt 930, sem Guðbrandur Vigfússon ætl- ar helzt og sennilegast er. Eftir sama aldurs hlutfalli hefir þá Eyvindur, faðir Þórodds, fæðst um eða litlu fyrir 900, en Þor- grímur, faðir hans, um 870 eða litlu fyr. Hann mun hafa verið fulitlða, er hann kom út með Alfi egðska, föðurbróður sínum, og mun það hafa yerið nálægt 890. Er liklegt að Þorgrhnur hafi búið að Gnúpum eftir Álf, sem varð skammlífur og dó barniaus. Eigi verður gert ráð fyrir öðru, eu að Þorgrímur hafi náð með- al-aldri, orðið t. a. m. sjötugur, og búið til dauðadags. En eftir aldri Þórodds heflr Eyvindur verið farinn að búa heldur fyrir 930, og hefir því reist bú annarstaðar. Það mun nú einmitthafa A verið að Hjalla (eða undir Hjalla?) sem Eyvindur gjörði bæ. Svo segir í Harðarsögu, að þegar Grímkell goði fór í liðsbón um Ölfus og Flóa 950, þá fór hann »út í Ölfus um Hjalla, en útan um Arnarbæli«; þar af sjest, að þá hafa þeir, sem fremstir voru í Ölfusi, búið á þeim bæjum. Sá er þá bjó að Hjalla, hefir naum- ast verið nokkur annar en Eyvindur Þorgrimsson; — en í Arn- arbæli má ætla að búið hafi Örn Darrason, Ormssonar landnáms- é

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.