Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Blaðsíða 24

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Blaðsíða 24
„Bær Þórodds g-oðau. —-ta—» Svo hefir lengi verið litið á, sem það segði sig sjálft, að »bær Þórodds goða«, sá er jarðeldurinn vofði yfir árið 1000, hafi verið á Hjalla og hvergi annarstaðar. Þetta er eðlilegt, því í sögum er hans hvergi annarstaðar getið. Enda hefir vissan um þetta þótt svo óyggjandi, að börn eru látin læra það með biflíu- sögunum. Og engum hefir, svo jeg viti, sýnzt þörf á að rann- saka það mál frekar. Það er samt þörf á því. Það er ætlan mín, byggð á ástæðum, sem eigi er gangandi fram hjá, að sd »bær Þórodds goða«, sem í hœttu var fyrir jarðeldinum, hafi ver- ið að Rrauni en eigi að Hjalla. Á þetta, og ástæðurnar fyrir því, benti jeg með fáum orðum í ritgjörð minni »um þriðjunga- mót«, sem prentuð er í Tímariti Jóns Pjeturssonar 1. og 2. hefti. Sú ritgjörð fjekk harðan dóm hjá Kaalund; og þó hann væri raunar órökstuddur, gat hann valdið því, að fáir veitti ritgjörð- inni eftirtekt. Enda er Dr. Þorvaldur Thoroddsen sá eini, sem getur hennar (sjá Andvara 1884 bls. 18. neðanmáls), og er jeg honum þakklátur fyrir það. Ritgjörðin var nú fyrsta tilraun mín, og dettur mjer ekki í hug að jafna henni við rit vísinda- manna. En hún vekur samt athygli á ýmsu sem eigi væri vanþörf að rannsaka nákvæmar; og þar á meðal er þetta: um bæ Þórodds goða. Vil jeg nú leitast við að skýra það mál betur. Yfirlit yfir ástæður mínar er þetta: 1. Það hefir ekki legið nœrri, að jarðeldur hlypi d bœinn Hjalla. 2. Jarðeldur hefir hlaupið að bœnum Hrauni.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.