Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Blaðsíða 42

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Blaðsíða 42
42 menn geta farið þessa leið á svo sem 3—5 minútum. I öðru lagi ber fjölda leiðanna eigi saman við tölu þeirra, er féllu á fundin- um; en þess ber að gæta, að heimamenn í Skál bafa að öllum likindum sótt húsbónda sinn og flutt hann til graptar þar heima, «.{ því að þangað er skamt til þess að gera, hvort sem þar hefir þá verið kirkja eða eigi1. Grani Gunnarsson varð óvigur á fundin- um og skildu þeir Kári við hann lifandi, svo sem áður er sagt; hans hefir því að sjálfsögðu verið vitjað frá Skál, þar sem þeir lýstu fyrst vígunum, og fluttur annaðhvort þangað eða til næsta bæjar, að Búlandi; hans er aldrei framar getið og verður því eigi með vísu sagt, hvort hann hafi dáið af sárum eða orðið græddur. Af því, sem nú hefir verið sagt, eru litlar likur til, að leita þurfi leiða þeirra Gunnars og Grana þarna uppi á rananum eða þar í grend, en um hina 4 er öðru máli að gegna; þeir voru utanhér- aðsmenn flestir ef eigi allir, sekir menn, er féllu fjarri heimilum sínum, þar sem fátt dugandi manna mun eptir hafa verið til að annast um flutning líkanna svo langa leið, vestur i Fljótshlið. 1) Miklu síðar, en hér er komið, er talað um kirkjur í Skál og á —i Búlandi, en næsta ólíklegt er, að þar hafi kirkjur verið komnar upp þegar í hyrjun 11. aldar, þótt eigi verði það aftekið með öllu (sbr. Isl. fornbr. II, 782—3, Kálund: Hist. topogr. beskr. af Island, II, 384).

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.