Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Blaðsíða 40

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Blaðsíða 40
40 fyrstu fyrirsát um þessar slóðir og með honum Björn hvíti Kaðals- son í Mörk, sumarið 1013. Svo segir í Njálu, 150. kap., að þá er þeir Kári og Björn voru orðnir þess vísir, hvenær brennu- menn mundu snúa austur aptur, er þeir hetðu skipað fyrir á bú- um sínum í Fljótshlið, þá riðu þeir Kári upp á fjall daginn áður eða svo og fóru »aldri almannaveg ok ofan í Skaptártungu, ok fyrir ofan bæi alla til Skaptár ok leiddu hesta sína í dæl nökkura, en þeir váru á njósn ok höíðu svá um sik búit, at þá mátti ekki sjá«, lézt Kári ætla »útan austr í Alptafirði«, en það var fyrir- sláttur einn, svo sem siðar varð raun á, og hefir hann eigi viljað segja Birni alla fyrirætlun sína, því að vera má, að hann hafi eigi trúað honum vel til harðræðanna, en vildi þó fyrir hvern mun hafa hann með sjer, þvf að Björn var »maðrskygn ok frár« (1. c. 148. kap.). Að ákveðnum degi riðu brennumenn heiman og voru 18 alls í förinni, fóru sem leiðir lágu austur á fjall, fyrir ofan Eyjafjallajökul eða fjallabaksveg og því nálega sama veg sem þeir Kári, »ok léttu eigi fyr en þeir kvámu f Skaptártungu ok riðu ofan með Skaptá ok áðu þar sem þeir Kári ætluðu« (1. c. 150. kap.). Nú skipta þeir liðinu í tvo staði, reið Ketill úr Mörk og 8 menn með honum ofan í Meðaliand í erindum Flosa á Svfna- felli, því að hann hafði lagt svo fyrir þá, »að þeir skyldu taka vöru hans í Meðallandi ok flytja austur ok svá í Landbroti ok í Skógahverfi« (1. c. 149 kap.), og fyrir því hafa þeir skipt liðiuu, að þeir urðu að heimta skuldir Flosa í svo mörgum stöðum, en áttu sér að öðru leyti einskis verulegs ótta vonir, því að þá er Björn í Mörk hafði tal af þeim brennumönnum, er þeir riðu heim til búa sinna íyrir rúmri viku, *sagði hann þeim, að Kári væri riðinn norður í land á fund Guðmundar hins ríka og því trúðu þeir (1. c. 149. kap.). I sama sinn mun og Björn hafa komizt á snoðir um skuldheimtur þessar og það með, að þeir mundu skipta liðinu, er þangað kæmi, sumir fara niður í Meðalland og Land- brot, aðrir austur í Skógahverfi og bíða þar hinna. Það var og eigi alls kostar fýsilegt fyrir eina 2 menn, þótt fullhugar hefðu verið báðir, að ráða á móti 18 mönnum, auk þess sem flestir þeirra munu hafa verið vaskir drengir. Kári tekur því það ráð að ríða alla þessa leið, austur fyrir fja.ll, til þess að gera þeim þar fyrirsátina, því að hann þóttist vita eða vissi, að þar mundu þeir skipta sér í flokka og fyr ekki, — enda fór og svo sem hann hafði ætlað. Þeir af brennumönnum, sem eptir urðu, lögðust til svefns, er hinir voru farnir, og fóru að engu óðslega og er Kára þótti tími til kominn, hinir komnir nógu langt í burtu, gerir hann

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.