Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Blaðsíða 1
Rannsókn
sögustaða í vesturhluta Húnavatnssýslu sumarið 1894.
Bptir
Brynjúlf Jónsson.
-------
Húnavatnsþing, einkum vesturhluta þess, má telja einhvern
söguríkasta hluta landsins, þar eð því tilheyra eigi færri en 8
sögur, að því leyti að höfuðmenn þeirra sagna eru Húnvetning-
ar. Það eru: Vatnsdœla, Hallfreðarsaga, Finnbogasaga, Þórðar-
saga hreðu, Kormalcssaga, Grettla, Reiðarvígasögubrotið og Banda-
mannasaga. Auk þess kemur Landnáma þar við á sínum stöð-
um sem annarsstaðar. Mætti því líklegt þykja, að hjer væri
mikill fjöldi sögustaða; en svo er þó ekki. Að Vatnsdalnum und-
anskildum eru sögustaðir þar tiltölulega fáir. En til þess er sú
orsök, að mestur hluti þeirra viðburða, sem sögurnar — aðrar
en Vatnsdæla — segja frá, hefir farið fram utanhjeraðs. Jeg
skoðaði þar sögustaði sumarið 1894, og aðgætti hversu þeirkoma
heim við sögurnar. Skal hjer skýrt frá árangri þeirra rannsókna
með samanburði við hverja sögu fyrir sig.
I. Landnáma.
Hringstaðir. 3. P. 1. k. «Haraldr hringr maðr ættstórr.
Hann kom skipi sínu í Vestrhóp, ok sat hinn fyrsta vetr þar
nær er hann hafði lent ok nú heita Hringstaðir. Hann nam
Vatnsnes allt utan til Ambáttarár fur vestan en fur austan inn
til Þverár ok . . . bjó á Hólum». Hringstaðir halda enn nafni
sínu, þeir eru næstum andspænis Vesturhópshólum í hlíðinni milli
1