Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Blaðsíða 11

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Blaðsíða 11
n hafa gengið lengst fram; heflr ef til vill verið elzt. Það heitír Þórðarnaust, og á að vera naust Þórðar hreðu, Svo sagði mjer Arnbjörn bóndi Bjarnason á Ósi, vel greindur raaður, eftir móð- ur sinni, sem hafði alizt upp á Ósi; höfðu foreldrar hennar búíð þar og fleiri forfeður. Ormshaugur heitir í Melstaðarnesi, og á að vera haugur Orms þess, er Þórður hreða drap. Þrír haugar eru sýndir í Melsnesi, og er hinn yzti þeirra utar en móts við Reyki. Er auðsjeð á gömlum farvegum eftir ána, að sá haugur hefir verið í Reykjalandi áður. En hann er nú kallaður »Kormakshaugur«, en sá, sem næstur er Melstað, er kallaður »Ormshaugur«. Hin- um þriðja er ekkert nafn gefið nú á dögum. Það er auðsjeð, að hjer er vilt um nöfn. Yzti haugurinn hiýtur að vera hinn rjett nefndi »Ormshaugur«, eftir afstöðu sinni. í hann heflr verið grafið oftar en einu sinni. Þegar Böðvar Þorvaldsson var prest- ur á Melstað, fóru vinnumenn hans til eina nótt, að grafa haug- inn, enda þótt þeir sæi merki þess, að í hann hafði verið grafið áður. Það fór þvi að likindum, að þeir fundu ekki annað, en litið eitt af ryðmolum. Arnbjörn bóndi á Ósi hefir löngu siðar talað við einn af þessum mönnum, og veit þetta þvi gjörla. En nú eru þeir allir dánir, sem að greftinum vóru. — Sá haugurinn, sem nú er nafnlaus, þykir mjer liklegt, að kunni að hafa heitið Kormákshaugur, áður en nöfnin rugluðust. í hann hefir verið grafið, svo ekki er til neins að leita þar. En hinn svo nefndi »Ormshaugur«, næst Melstað, er enginn haugur. Það grunar mann strax, þegar hann sjer »hauginn«, því fast við hann öðru megin er stekkjartóft. Þó kom okkur sjera Þorvaldi á Melstað saman um, að rjettast væri að ganga úr skugga um það. — Reyndist svo, er grafið var, að þegar niður í kom, fundust leifar af heyskáu og taðskán, en ekkert annað. En með því, að litlar likur eru þó til, að peningshús hafi nokkurn tíma verið á þeim stað, þá ætla jeg helzt, að þar hafi verið kross-myndaður skjól- garður fyrir hesta, sem stundum hafi verið gefið hey undir. Úr honum gat orðið þannig löguð rúst, er hann smám saman fjell niður. Þórðarsaga hreðu hefir verið talin tortryggileg af þvi, að eigi getur það hvorttveggja verið rjett, að Þórður væri að drápi Sigurðar konungs slefu, og að hann ætti þó svo langvinn skifti við Miðfjarðarskeggja. Fram úr þessu má þó ráða með getgátu, sem ekki er ósennilegri en margar getgátur aðrar, sem fram hafa komið. Hún er sú: að það sje missögn í sögunni, að Þórð- 2*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.