Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Blaðsíða 9

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Blaðsíða 9
9 tóftum á fornum þingstöðum. Eru þær flestar nálega 8 faðma langar og 4 faðma breiðar, háar og veggjadigrar og nær fullar innan, svo að eins sjer bolla ofan í. Hinar glöggustu eru raun- ar ekki fleiri en 8 — 10; en svo eru margar óglöggvari, þó auð- sjáanlega af sama tagi, en þjettara settar saman. Þannig er það einkum neðan undir hlaðbrekkunní. Og sjeu þetta nú búðatóftir, þá er auðvitað, að mest hefir búðaþyrpingin verið þar, sem nú er bærinn og kirkjugarðurinn, gæti þar hafa verið mikill fjöldi þeirra. Með þessu er nú gert ráð fyrir, að Þingeyrar hafi ekki byggst snemma. Að svo hafi verið, má líka ráða af Heiðarvíga- sögu, þar sem Þórarinn segir, að verða muni mannamót >milli Hóps og Húnavatns, þar sem heita Þingeyrar. Svo hefði hann eigi tekið til orða, ef um bæ hefði verið að ræða. Hvergi þar i nánd er heldur jafnfagur staður eða líklegur til þingstaðar. Þar, en varla annarstaðar, mátti líka kenna hann við eyrar, því þá hafa að líkindum eyjarnar sem nú eru, í kvíslunum þar niður undan, verið ógrónar eyrar sumar hverjar. Annars fæ jeg eigi betur sjeð, en að saga Jóns biskups Ögmuudssonar taki hjer tví- mælin af. Þar segir svo, kap. 17: »Hinn helgi Jón biskup fór til várþings þess, er var at Þingeyrum, ok er hann kom þar, þá heitir hann til árs, við samþykki allra manna, at þar skyldi reisa kirkju ok hœ, ok skyldu allir þar til leggja, þar til sá staðr yrði efldr. Eptir heit þetta lagði hinn helgi Jón biskup af sjer skikkju sína, ok markaði sjálfr grundvöll undir kirkjuna*. Á þingstaðn- um kemur hann því til leiðar, að heitið er staðfest, og eftir það leggur af sjer skikkjuna til að mæla kirkjugrundvöllinn samstund- is og d sama stað, að því er bezt verður sjeð. (Bisk. s. I. 171). IV. Finnbogasaga. Víðidalsey. ... »Þá skoraði Finnbogi á Þorstein til hólm- göngu ... í Víðidalseyc. ('Landn. 3. p. 4. k. nm.). Víðidalsey beitir nú Borgarey. Hún er íVíðidalsá út fráBorg og tilheyrir þeirri jörð. Það er mikið og fagurt slægjuland. Þar sjer enn stakkgarðstóftina, bæði háa og breiða. Moðskeggstóft. Finnb. s. kap. 29. »Þorvaldr hét maðr, hann var kallaðr Moðskeggr, hann bjó svá nær Borg, at nær ekki var á milli, ok var þat kallað Garðshorn«. Suður við túnjaðar á Borg er tóft ein fornleg. Hún er kölluð Moðskeggstóft. Hún snýr sem næst frá norðri til suðurs og er 8 faðma löng og 3 2

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.