Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Blaðsíða 12

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Blaðsíða 12
12 ur hafi verið að drápi Sigurðar, og að hann hafl verið bróðir Kleyps bersis. Liklegra er, að hatin hafi verið föðurfrændi hans, og farið til íslands löngu fyr af öðrum ástæöum, sem eigi er hægt að gizka á. Hafi svo verið, getur frásögnin um viðureign Þórðar og Skeggja verið rjett í aðal-efninu, og þá gat Þórður búið á Miklabæ á undan Arnóri kerlinganef. Hinir fornu sögu- menn fóru með sögurnar svo, sem þeir kunnu þær rjettastar, en bjuggu engin söguatriði til upp úr sjer, því síður heilar sögur. Hitt er annað mál, að missagnir gátu slæðst inn hjá þeim, og var það þó víst tniklu sjaldnar, en líklegt mgetti þykja, VI. Kormakssaga. 'Kormalcshaugur er ekki nefndur á nafn i sögunni, en vegna nafnsins verður að setja hann í samband við hana. Það er áður tekið fram, að skifti muni hafa orðið á nöfnum hauganna í Mels- nesi, og muni sá, sem nú er ekkert nafn gefið, vera hinn upp- runalegi Kormakshaugur. Hann er eigi í beinni iinu milli hinna, en nokkuð vestar, nær »Hofinu«. Grafin hefir verið i hann æði stór gröf og eigi fyllt aftur, er hann því mjög niður siginn. Enginn veit nú hve langt er siðan það var gjört. Sunnan og austan við hauginn sýnist móta fyrir garðlagi, er verið hafi kring um hann. Hinum megin sjest það eigi. Eigi getur það verið sá Kormakr, sem sagan er af, sem hjer hefir verið heygður, því hann fjeil á Skotlandi. Enda segja munnmæli að Ögmundur, faðir hans, hafi komið út með Kormak föður sinn gamlan, og að hann sje sá, sem hauginn átti. Sagan bendir samt ekkert til þess. Það er ef til vill engu ólíklegra, að farið hafi verið feðga- vilt og haugurinn nefndur Kormakshaugur í staðinn fyrir Ög- mundarhaugur. Hofið. Svo hagar til á Melstað, að bærinn stendur á hæð- arbrún, sem til forna mun hafa verið melur, en er nú gróinn. Mun fjörðurinn í fyrstu — fyrir landnámstíð — hafa gengið inn með þeirri brún, en áin smám saman fyllt hanu að innan, og myndað láglendið, sem nú heitir Melsnes. Sjást þar margir far- vegir eftir hana. Svo sem stekkjarvegi fyrir utan Melstað er græn rúst á þessari brún. Þar heitir »Hofið«. Rústin er samt ekki hoftóft, heldur bæjarrúst og hún ekki fornleg. Sagt er að sá bær hafi heitið Hof, og hefir án efa verið hjáleiga frá Melstað. Fornar girðingar eru þar fyrir ofan, Merkilegust

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.