Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Blaðsíða 36

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Blaðsíða 36
Forn leiði fyrir ofan Búland í Skaptafellssýslu, þar sem þeir Kári börðust við brennumenn. Eptir Pálma Pálsson. ----s+s-- Svo sem kunnugt er, hafa að eins örfáir haugar eða leiði frá fornöld haldizt hér á landi með ummerkjum til þessa dags og getur margt borið til þess. Fyrst og fremst mun það hafa verið fátítt, að bautasteinar hafi verið reistir eptir menn hér á landi, þótt sá siður væri algengur á Norðurlöndum, einkum í Sví- þjóð og Danmörk, enda hefir enginn slíkur steinn fundizt hér enn, en næsta ólíklegt, að þeir væru gersamlega horfnir og alls engar sagnir til um þá frá fyrri öldum, ef þeir á annað borð hefðu verið til að nokkurum mun, því þótt grjót sé hér sumstað- ar lint og verði fljótt veðurbarið, þá er það þó víðast hvar full- hart og þolgott til að standast gegn áhrifum veðráttufarsins um margar aldir. I annan stað hafa haugar allir hér á landi verið mjög lágir og litlir um sig og varla stærri en stórar þúfur, er nokkuð leið frá og þeir sigu saman1, en hér hafa menn ef- laust sjaldan verið lagðir í skip, svo sem merki hafa til fundizt 1) Haugarnir yið Haugavað voru að eins 17—20 íet að þvermáli og 2—3 fet að hæð og hafa þó líkin verið lítið eða ekki niður grafin (sbr. Árb. 1882, 47—62. bls.). Haugur Arnkels goða var <víðr sem stakkgarðr mikill», og heíir liklega verið með stærstu haugum hér á landi (Eyrb. 37. k. Árb. 1882, 97-98. bls.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.