Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Blaðsíða 23

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Blaðsíða 23
23 landið víðast grýtt, og sjest hann eigi úr því annarsstaðar en norðan í Rjúpnaheiði á Flóamanna-afrjetti. Þar stefnir hann til Þjórsárdals; enda er þá eigi all-langt þangað. Það er ætlun manna, að þetta hafi verið þingtararvegur Þjórsdæla, enda er það líklegt, því hann er mun styttri, heldur en ef farið er ofan Gnúpverjahrepp. Og vel getur verið, að Skaptfellingar og Aust- firðingar hafi stundum farið Fjallbaksveg hinn nyrðri til þings og yfir Þjórsá á ferju við Kolviðarhól í Þjórsárdal, — því þar er einhver álitlegasti ferjustaður, — og farið svo þennan veg. Flosi hefir samt ekki farið þá leið: hann kom f Fljótshlíð, eins og við var að búast. Hefir hann því farið út Hreppa og komið á hinn umrædda veg fyrir norðan Gröf, skammt fyrir vestan Ljónastíg. — Frá Bræðratungu hata menn svo farið niður með Hvítá fyrst, þá vestur yíir »Sporðinn« og riðið yfir Tungufijót nálægt Torfastaðahólma. Þar er raunar bleytuhætt, en er þó stundum farið. Þó er það án efa verra nú en fyrrum, því að jökulleðja hefir stórum aukist f fljótinu á seinni árum'. Vestur yfir Tunguna ytri eru mestmegnis mýrlendi eða holt, meira eða minna blásin. Þó sjest fyrir fornum þvervegi miklum á einum stað i holtinu fyrir norðan Torfastaði, og er það án efa framhald þessa vegar. Brúará hafa þingmenn er þenna veg fóru, riðið hjá Böðmóðsstöðum; en þaðan liggur enn vegur vestur á alfara- veginn um Laugardalinn Br. J. 1) í minni manna er enn lifa hefir skriöjökull hlaupið niður í Haga- vatn — sem er sunnan undir Langajökli, — en úr því vatni rennur «Farið« í Sandvatn og þaðan í Árbrandsá (o: Áshrandsá?), en sú á rennur í Tungu- fljót. Síðan er fljótið jökulvatn, en svo var eigi áður.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.