Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Blaðsíða 21

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1895, Blaðsíða 21
hinna vörnin, þar eð orustustaðirnir eru sýndir þar raegin í daln* um, sem hann bjó eigi. I Hvammi í Hvammmeit er á einum stað í túninu ávöl upp- hækkun, sem ætlað hefir verið að væri haugur Þórðar Gellis. Okkur sjera Kjartani kom ásamt, að byrja á að grafa hann upp, Því varð eigi lokið sama dag; en að morgni var heyþurkur, svo eigi mátti taka menn frá verki. Kjeðum við þá af að fresta framhaldi graftarins, og tók hann að sjer að annast um það sið- ar. En af því sem komið var, voru litlar líkur að sjá til þess, að þetta mundi haugur vera. Á Brúsastöðum f Þingvallasveit er hoftóft í túninu gagnvart bænum, við keldudrag sem þar er. Hún er að útliti talsvert svipuð hoftóptinni í Úthlið (sjá Árb. fornl.fjel. 1894 bls. 6.). Þó er afhúsið hjer austanvið aðalhúsið og engin aukatóft með. Þessi rúst er líka öll minni. Lengd hennar allrar er um 10 faðm. Aðalhússtóftin nál. 7‘/a faðm. hvern veg. Afhússtóftin eins (71/*) á lengd, en 21/* faðm. á breidd. Báðar tóftirnar hafa dyr mót norðri. Af útliti rústarinnar er helzt að sjá, sem dyr hafi verið milli tóftanna. En af grjótinu fjekkst engin vissa um það, er grafið var. Hvar sem teini er stungið niður f rúst þessa, er ná- lega allstaðar grjót fyrir. Jeg ljet grata upp afhústóftina. Reyndist hún full af grjóti; en í henni nál. miðri voru þó stórir steinar, sem mjer þóttu eigi líklegir til að hafa fallið úr veggj- um. Hygg jeg þar hafi verið hleðsla, ef til vill goða stalli. En svo var allt úr lagi gengið, að engin lögun sást á neinu. Hefir klaki fært steinana úr stað, því raklent er. Þar eð eigi var unnt, vegna verkmannaleysis, að grafa upp allt hofið, — enda ósýnt um árangur, þó unnt hefði verið — ljet jeg staðar numið við svo búið, og færði allt f samt lag aftur. Bollasteinn er í bæjarvegg á Brúsastöðum, nálægt fjósdyrun- um. Hann er í undirstöðu og er því dálítið niður siginn; þó sjest framhliðin nokkurnveginn glöggt, og er hún nær 1 al. á hæð, en tæp 1 al. á breidd. Eptir því sem mjer var sagt af stærð steins- ins inn í vegginn, er hann allt að því 1 teningsalin á stærð, heldur þó minna en meira. Bollinn er í framhlið hans og er um 6 þuml. í þvermál, en um 3 þuml. á dýpt. Steinninn er nefnd- -ur »blótsteinn«; en eigi fylgja honum neinar sagnir að öðru leyti. Þó er það varla vafamál að hann hefir staðið í sambandi við hofið. Bollasteinar hafa fundist hjá fleiri hoftóftum. Skyldi þeir ekki hafa verið hafðir fyrir hlautbolla?

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.