Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1920, Blaðsíða 3

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1920, Blaðsíða 3
Yiðurnefnið „barnakarl“. Á viðurnefninu larnákarl gefur Landnáma þá skýringu, að ölvir hafi hlotið það vegna þess, að »hann lét eigi henda börn á spjóta oddum, sem þá var víkingum títt«.x) Á seinni tímum hafa sumir verið þeirrar skoðunar, að þetta geti naumast verið rétt, því að þeir telja það næsta ótrúlegt, að norrænir víkingar hafi framið slík grimd- arverk. Það var víst Guðbrandur Vigfússon, sem fyrstur kom fram með þá skoðun; taldi hann líklegt, að ölvir hafi hlotið þetta auk- nefni vegna þess, að hann hafi .átt mörg börn (sbr. barnamaður)8 Hefir meðal annara J. E. Sars, norski sagnfræðingurinn, hallast að þessari skoðun Guðbrands * * 3) Bogi Melsteð hyggur, að sögnin um við- urnefnið sé forneskjukend og erfitt að komast að sannleikanum í þessu efni; en ótrúleg sé hún í raun og veru ekki, þegar tillit er tekið til annara grimdar- og siðleysisverka, sem víkingarnir frömdu.4) Finnur Jónsson telur enga ástæðu að efast um áreiðanleik sagnar- innar eins og hún standi í Landnámu.5) Þessa siðar er einungis getið á einum stað öðrum í norrænum ritum, og það er í vísu í Friðþjófs sögu, þar sem Friðþjófur, í kufl- mannsgerfi, kveðst hafa heítað »Helþjófr er ek henta smábörnurm.6) En nú er Friðþjófs saga auðvitað siíáldsaga, og getur því engan veg- inn skoðast sem söguleg heimild, að öðru en því, að hún sýnir, að sögnin um þenna sið hélst enn, er sagan var samin, og var tekin trúanleg. En í ensku sagnariti frá fyrri hluta 12. aldar er siðarins getið og þar settur í samband við árásir Dana á England. Það er ‘) íslendinga sögur, I. bd. 1843, bls. 308. а) Safn til sögu íslands, I. bd., bls. 236—287. 8) Udsigt over den norske Historie, I. Bd. 1913, bls. 76. 4) íslendinga saga, I. bd., bls. 209. 8) Aarböger for nord. Oldkyndighed 1907, bls. 258. б) Textinn hér er þó með ýmsu móti, því að sum handrit hafa smábjörnum fyr- ir smábörnum, og Friðþjófs rímur hafa Húnþjófur fyrir Helþjófur. Sjá Sagan och rimorna om Friðþjófr hinn frœkni utg. av Ludvig Larsson, Kbh. 1893, bls. 30, 123; og Friðþjófs saga ins frœkna hrsgg. von L. Larsson, Halle 1901, bls. 43.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.