Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1920, Page 39

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1920, Page 39
Skýrsla, I. Aðalfunður hins fslenzka Fornleifafjelags 1920. Samkvæmt prentaðri auglýsingu í dagblöðunum og fundarboði til allra fjelagsmanna í Reykjavík, var aðalfundur Fornleifafjelags- ins haldinn laugardaginn 16 október kl. 5 síðdegis, í lestrarstofu Þjóðskjalasafnsins Fundinn sóttu 12 fjelagsraenn. Varaformaður, Matthias Þórðarson fornminjavörður, setti fundinn og mintist fyrst fjelagsmanna, er látist höfðu síðan hinn síðasti aðal- fundur var haldinn, þeirra sjera Lárusar Benediktssonar í Reykja- vík, Sigurðar Sigurðssonar læknis í Búðardal, Gruðmundar kennara Gunnlaugssonar frá Ærlækjarseli, Ludv. F. A. Wimmers prófessors í Kaupmannahöfn, Jóns Jónssonar Aðils prófessors, Jóns Jónssonar prófasts á Stafafelli og Pálma yfirkennara Pálssonar, formanns fje- lagsins síðan á aðalfundi 1917. Mintist varaforroaður með nokkrum vel völdum hlýjum orðum starfsemi hins látna formanns í þarfir íslenzkrar fornminjafræði, bæði sem umsjónarmanns Forngripasafns- ins og ritara og síðan formanns Fornleifafjelagsins; gat þess hvílíkt skarð væri orðið fvrir skildi við fráfall hans og hvílíkur missir Fornleifafjelaginu væri í honum. — Fundarmenn tóku undir eftir- mæli varaformanns með því að standa upp. Þá las varaformaður upp nöfn 6 nýrra æíifjelaga og 43 ársfje- laga, erlendra og innlendra, sem i fjelagið höfðu gengið á síðast- liðnu og þessu ári Þá las varaformaður upp og lagði fram endurskoðaðan ársreikn ing fjelagsins fyrir síðastliðið ár. Um reikninginn voru engar at- hugasemdir gerðar Birtist hann hjer á eftir. Þá var gengið til kosningar formanns i stað Pálma sál. Páls- sonar og leitað skriflegra atkvæða. Var varaformaður, Matthías Þórðarson fornminjavörður, kosinn formaður með 9 atkvæðum. Var þá í stað hans kosinn varaformaður Jón Jacobson landsbókavörður með 8 atkvæðum í fulltrúaráð var kosinn í stað Matthíasar Þórðarsonar Einar

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.