Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1920, Blaðsíða 11

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1920, Blaðsíða 11
11 hafi þá átalið Kára fyrir og mælt, að honum hefði verið betra, að renna ekki frá mágum sínum úr brennunni á Bergþórshvoli, en skerast nú úr sáttum. — Söguritari hefir 3 vísur eftir Kára til svars þessum hörðu orðum Skapta. — Vísur þessar eru mjög gamlar að sjá og allvel kveðnar, en ólíklegt er að þær séu orktar af Kára og sízt allar í senn að lögbergi við þetta tækifæri. Kári segir i vísun- um, að Skapti skuli ekki frýja sér hugar. Skapta hafi orðið »mart at hapti« þegar viljann þraut að skilja þá er börðust'); matsjóður hafi dregið hann fiatan »inn í búð at trúðar® og alt hafi það verið fyrir æðru sakir. »Þá varð hlátr mikill. Snorri goði brosti at ok kvað þetta fyrir munni sér, svá þó, at margir heyrðu: Vel kann Skapti skilja, skaut Ásgrímr spjóti, villat Hólmsteinn fiýja, vegr Þórketill nauðigr. Hlógu menn nú allmjök« (145. kap.). Þessi vísuhelmingur Snorra goða er víst álitinn af fiestum frum- legur og ekta, þ. e. ortur af Snorra og við þetta tækifæri, sem sag- an greinir, enda virðist engin ástæða til að rengja það né efa, að Snorri sé höfundurinn. Ekki er þess getið, að Snorri hafi oftar kveðið en í þetta eina sinn. Vísuhelmingurinn er, sem menn sjá, með 3 miklum braglýtum, hverju í sinni línu, og hafa menn þózt sjá á því vanmátt Snorra til að fást við að yrkja og þótt braglýtin eðlileg í hans munni. Prófessor Andreas Heusler hefir jaínvel litið svo á,8) að hlátur manna, þegar .Snorri hafði farið með stöku sína, hafi komið að miklu leyti af því, hve klaufalega honum tókst að fást við bragarlistina. Þeir prófessorarnir Konráð Gíslason og Finn- ur Jónsson hafa skýrt og útlagt kveðlinginn, en án þess að gera tilraun til að leiðrétta þær villur, sem einmitt valda braglýtunum 8) I hinni þýzku útgáfu sinni af Njáls sögu, prentaðri í Halle a. S. 1908, hefir próf. Finnur þó umtalslaust leiðrétt á hinn eðlilegasta hátt rímgallann í 4. línu, blátt áfram með því að rita nauþegr. Við 1. línu er ekki neitt að athuga, hún er rétt kveðin og auðskilin, kemur vel heim við það sem undan er farið í sögunni og nú var tekið upp hér. Skapta hafði tekist óhönduglega þegar hann ætlaði að fara að skilja og kemur það fram í erindi Kára og ummælum J) Þannig held eg að eigi að skilja fyrri hluta 2. vlsu. 2) Sjá 7. athugasemd neðanmáls á hls. 341 í útleggingu hans, Die Geschichte vom weisen Njal, Jena 1914. s) Sjá Njála II, 572 og Skjaldedigtning B. I. 197.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.